Innlent

Bíll og hjólhýsi brunnu á Borgarfjarðabrú

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Fólksbíll og hjólhýsi brunnu á Borgarfjarðabrú fyrir skömmu.

Bjarni Kristinn Þorsteinsson slökkviliðsstjóri segir bifreiðina svo illa farna eftir brunan að ekki sé hægt að segja til um tegund hennar.

Bifreiðin keyrði á hjólhýsið með þeim afleiðingum að eldur kviknaði, að sögn Bjarna. Gaskútar úr plasti voru í hjólhýsinu. „Þegar þeir ná vissum hita þá bráðna þeir í sundur og gasið fer af þeim. Það verður því engin sprenging," segir Bjarni.

Meiðsli á fólki voru minniháttar; aðallega tognanir undan beltum, að hans sögn.

Bjari segir að það hafi tekið um 2-3 mínútur að slökkva eldinn.

Eldurinn kviknaði í ökutækjunum á Borgarfjarðabrúnni og því stöðvaðist umferð um skeið. Umferð hefur aftur verið hleypt á brúna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×