Enski boltinn

Woodgate ekki með Tottenham fyrr en í fyrsta lagi í janúar?

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Harry Redknapp.
Harry Redknapp. AFP
Jonathan Woodgate fær væntanlega ekki að spila með Tottenham fyrr en í fyrsta lagi í janúar. Þetta segir stjóri liðsins, Harry Redknapp.

Nýjar reglur ensku úrvalsdeildarinnar kveða á um að lið þurfa að skipa 25 manna leikmannahóp sem má spila í deildinni. Aðeins leikmenn undir 21 árs aldri mega spila þrátt fyrir að vera utan hópsins.

Redknapp segir að Woodgate gæti verið fórnarlamb listans, það sé einfaldlega ekkiréttlætanlegt að velja meiðslum hrjáðan Woodgate.

"Woody er hvergi nærri tilbúinn. Ég myndi ekki setja hann á 25 manna leikmannalistann. Það er bara ekki hægt eins og staðan er núna," sagði Woodgate.

Listi á borð við þennan er þekktur úr Evrópukeppnum en þetta er í fyrsta sinn sem skila þarf inn slíkum lista til úrvalsdeildarinnar.

"Það er ekki hægt að velja einhvern sem spilar ekki. Hann hefur mánuð til að sanna að hann geti spilað," sagði Redknapp en listanum þarf að skila í lok félagaskiptagluggans í ágúst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×