Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, sagði í gær að vængmaðurinn Aaron Lennon ætti enn talsvert í land með að verða heill af meiðslum sínum.
Aðeins þrír mánuðir eru í heimsmeistaramótið og Lennon í kapphlaupi við tímann til að verða klár í slaginn þá. Hann er meiddur á nára.
„Hann leggur hart að sér til að verða klár í slaginn. Ég vona svo sannarlega að hann geti spilað áður en tímabilinu lýkur," sagði Redknapp.