Dómsmálaráðuneytið hefur ekki svarað bréfum dómstólaráðs 11. maí 2010 12:17 Helgi I. Jónsson, starfandi formaður dómstólaráðs. Mynd/Róbert Formaður dómstólaráðs hefur í fjórgang spurst fyrir um breytingar á reglum um endurrit dómsgerða hjá dómsmálaráðuneytinu, en ekki fengið svör. Hæstiréttur hefur fallist á að breyta reglunum, en fyrst þarf að tryggja ríkissaksóknara fjármagn. Hann segir málið hafa verið í sjálfheldu síðasta hálfa árið. Við sögðum frá því í fréttum okkar fyrir helgi að Hæstiréttur hefði lýst sig sammála breytingum á lögum um endurrit dómsgerða sem fæli í sér að hún færðist frá héraðsdómstólum yfir til ríkissaksóknara. Hæstiréttur sagði hinsvegar ljóst að breytingin gæti ekki komið í framkvæmd nema ríkissaksóknari fái fjárveitingu til að standa undir kostnaði sem af því hljótist, og af þeirri ástæðu verði nýjar reglur ekki gefnar út fyrr en dómsmálaráðherra hafi hlutast til um þá fjárveitingu. Þegar málum er áfrýjað til Hæstaréttar, þurfa dómsritarar héraðsdóma að endurrita yfirheyrslur og framburða vitna í málum. Dómstólaráð vill semsagt að sú vinna færist yfir til ríkissaksóknara, sem í raun sér um áfrýjun fyrir Hæstarétti. Annir hjá Héraðsdómi Reykjavíkur eru til að mynda ástæða þess að mál tveggja ofbeldismanna hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti, en þeir sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna ofbeldisbrota sem þeir frömdu á meðan beðið var eftir að málið kæmist á dagskrá. Í bréfi sem Helgi I. Jónsson, starfandi formaður dómstólaráðs, sendir dómsmálaráðuneytinu á föstudag, og fréttastofa hefur undir höndum, segir hann að nú séu liðnir sex mánuðir frá því Hæstiréttur samþykkti að breyta umræddum reglum. Í bréfinu kemur einnig fram að Helgi hafi átt fund um þessi mál með settum ráðuneytisstjóra en bréfið er það þriðja sem hann sendir vegna málsins, en því hefur ekki verið svarað. Dómsmálaráðherra sagði fyrir helgi að ráðuneytið væri samþykkt þessum breytingum en grunaði að héraðsdómstólar vildu færa verkefnin yfir til saksóknara, en halda eftir fjármununum. Hún sagði að málið yrði skoðað sem fyrst. Ekki náðist í Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra í morgun. Hún hafði hinsvegar samband við fréttastofu í kjölfar þessarar fréttar í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ragna sagði málið standa þannig að samkomulag hefði náðst um að ráðuneytið óski eftir millifærslu á fjárheimildum í fjáraukalögum frá dómstólunum yfir til Ríkissaksóknara. Um sé að ræða 4,7 milljónir króna. Tengdar fréttir Seinagangur Ríkissaksóknara Seinagangur Ríkissaksóknara er ástæða þess að mál tveggja ofbeldishrotta hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir fyrir hrottalega árás á áttræðan úrsmið fyrir hálfu ári. Í fyrrakvöld endurtóku þeir leikinn þegar þeir réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ. Annar mannanna hefur verið nefndur yngsti mannræningi Íslands. 5. maí 2010 18:31 „Þetta gengur ekki" Annir í Héraðsdómi Reykjavíkur hafa komið í veg fyrir að gögn hafi borist saksóknara til þess að taka fyrir mál tveggja ofbeldismanna í Hæstarétti. Á meðan halda mennirnir áfram að brjóta af sér, en þeir réðust á eldri hjón um helgina. Héraðsdómur bendir á dómsmálaráðuneytið sem bendir til baka á Héraðsdóm. „Þetta gengur ekki" segir dómsmálaráðherra. 6. maí 2010 19:56 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Formaður dómstólaráðs hefur í fjórgang spurst fyrir um breytingar á reglum um endurrit dómsgerða hjá dómsmálaráðuneytinu, en ekki fengið svör. Hæstiréttur hefur fallist á að breyta reglunum, en fyrst þarf að tryggja ríkissaksóknara fjármagn. Hann segir málið hafa verið í sjálfheldu síðasta hálfa árið. Við sögðum frá því í fréttum okkar fyrir helgi að Hæstiréttur hefði lýst sig sammála breytingum á lögum um endurrit dómsgerða sem fæli í sér að hún færðist frá héraðsdómstólum yfir til ríkissaksóknara. Hæstiréttur sagði hinsvegar ljóst að breytingin gæti ekki komið í framkvæmd nema ríkissaksóknari fái fjárveitingu til að standa undir kostnaði sem af því hljótist, og af þeirri ástæðu verði nýjar reglur ekki gefnar út fyrr en dómsmálaráðherra hafi hlutast til um þá fjárveitingu. Þegar málum er áfrýjað til Hæstaréttar, þurfa dómsritarar héraðsdóma að endurrita yfirheyrslur og framburða vitna í málum. Dómstólaráð vill semsagt að sú vinna færist yfir til ríkissaksóknara, sem í raun sér um áfrýjun fyrir Hæstarétti. Annir hjá Héraðsdómi Reykjavíkur eru til að mynda ástæða þess að mál tveggja ofbeldismanna hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti, en þeir sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna ofbeldisbrota sem þeir frömdu á meðan beðið var eftir að málið kæmist á dagskrá. Í bréfi sem Helgi I. Jónsson, starfandi formaður dómstólaráðs, sendir dómsmálaráðuneytinu á föstudag, og fréttastofa hefur undir höndum, segir hann að nú séu liðnir sex mánuðir frá því Hæstiréttur samþykkti að breyta umræddum reglum. Í bréfinu kemur einnig fram að Helgi hafi átt fund um þessi mál með settum ráðuneytisstjóra en bréfið er það þriðja sem hann sendir vegna málsins, en því hefur ekki verið svarað. Dómsmálaráðherra sagði fyrir helgi að ráðuneytið væri samþykkt þessum breytingum en grunaði að héraðsdómstólar vildu færa verkefnin yfir til saksóknara, en halda eftir fjármununum. Hún sagði að málið yrði skoðað sem fyrst. Ekki náðist í Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra í morgun. Hún hafði hinsvegar samband við fréttastofu í kjölfar þessarar fréttar í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ragna sagði málið standa þannig að samkomulag hefði náðst um að ráðuneytið óski eftir millifærslu á fjárheimildum í fjáraukalögum frá dómstólunum yfir til Ríkissaksóknara. Um sé að ræða 4,7 milljónir króna.
Tengdar fréttir Seinagangur Ríkissaksóknara Seinagangur Ríkissaksóknara er ástæða þess að mál tveggja ofbeldishrotta hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir fyrir hrottalega árás á áttræðan úrsmið fyrir hálfu ári. Í fyrrakvöld endurtóku þeir leikinn þegar þeir réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ. Annar mannanna hefur verið nefndur yngsti mannræningi Íslands. 5. maí 2010 18:31 „Þetta gengur ekki" Annir í Héraðsdómi Reykjavíkur hafa komið í veg fyrir að gögn hafi borist saksóknara til þess að taka fyrir mál tveggja ofbeldismanna í Hæstarétti. Á meðan halda mennirnir áfram að brjóta af sér, en þeir réðust á eldri hjón um helgina. Héraðsdómur bendir á dómsmálaráðuneytið sem bendir til baka á Héraðsdóm. „Þetta gengur ekki" segir dómsmálaráðherra. 6. maí 2010 19:56 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Seinagangur Ríkissaksóknara Seinagangur Ríkissaksóknara er ástæða þess að mál tveggja ofbeldishrotta hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir fyrir hrottalega árás á áttræðan úrsmið fyrir hálfu ári. Í fyrrakvöld endurtóku þeir leikinn þegar þeir réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ. Annar mannanna hefur verið nefndur yngsti mannræningi Íslands. 5. maí 2010 18:31
„Þetta gengur ekki" Annir í Héraðsdómi Reykjavíkur hafa komið í veg fyrir að gögn hafi borist saksóknara til þess að taka fyrir mál tveggja ofbeldismanna í Hæstarétti. Á meðan halda mennirnir áfram að brjóta af sér, en þeir réðust á eldri hjón um helgina. Héraðsdómur bendir á dómsmálaráðuneytið sem bendir til baka á Héraðsdóm. „Þetta gengur ekki" segir dómsmálaráðherra. 6. maí 2010 19:56