Erlent

Fornleifafræðingar fundu 2.400 ára gamla súpu

Kínverskir fornleifafræðingar hafa fundið leyfar af 2.400 ára gamalli súpu þar sem áður var Xian höfuðborg Kína til forna.

Borgin Xian er annars þekkt fyrir að hýsa mikinn fjölda af leirstyttum af hermönnum í fullri stærð en þær eru taldar stafa frá jarðarför Qin Shihuang fyrsta keisara Kína. Hann ríkti þar í upphafi þriðju aldar fyrir Krist. Xian var höfuðborg Kína í yfir 1.000 ár frá láti Qin Shihuang.

Í frétt um súpufundinn á BBC segir að aldrei áður hafi jafngamlar súpuleyfar fundist í Kína og að innihald súpunnar verði rannsakað náið til að fá upplýsingar um matarræði Kínverja á þessum tíma.

Það fylgir með í fréttinni að súpan hafi verið í innsigluðum bronzpotti og því varðveittst nokkuð vel. Við hlið hennar hafi svo fundist hálsmjó krukka með lyktarlausum vökva sem talið er að eitt sinn hafi verið vín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×