Enski boltinn

Olic vill fá Vidic til Bayern

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hinn króatíski framherji FC Bayern, Ivica Olic, hefur skipað félaginu að reyna að kaupa serbneska varnarmanninn Nemjanja Vidic frá Man. Utd.

Vidic hefur í langan tíma verið orðaður við brottför frá United. Olic og Vidic eru miklir vinir og Olic vill nú fá vin sinn til Munchen.

„Þegar ég heyrði að Bayern væri að skoða hann sagði ég félaginu að kaupa kaupa hann. Hann er vissulega á samningi hjá einu besta félagi heims og er klárlega einn besti varnarmaðurinn á Englandi," sagði Olic.

„Ef hann er virkilega að velta fyrir sér að yfirgefa félagið þá ætti hann að velta fyrir sér að koma til Bayern. Ég er alltaf að segja honum að fjölskyldu hans myndi líða virkilega vel hérna i Munchen."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×