Fótbolti

Blanc sáttur við leik franska liðsins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Laurent Blanc hóf þjálfaraferil sinn með franska landsliðið með því að tapa fyrir Norðmönnum, 2-1.

Blanc mætti til leiks með algjörlega gjörbreytt lið frá HM og nýja liðið fann ekki taktinn gegn Norðmönnum þó svo það hefði komist yfir. Blanc var samt sáttur.

"Ég er sáttur við hvernig liðið lék og það eina sem ég er ósáttur við eru úrslitin. Það er ekkert til sem heitir jákvætt tap. Maður undirbýr sig alltaf til þess að vinna," sagði Blanc ákveðinn.

Franska landsliðið mun mæta Hvíta-Rússlandi og Bosníu í opnunarleikjum sínum í undankeppni EM í byrjun september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×