Íslenski boltinn

Almarr: Það var komin tími á sigur

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Ég er mjög ánægður með mína fyrstu þrennu í meistaraflokki," sagði Almarr Ormarsson, leikmaður Framara, hæstánægður í kvöld eftir að Framarar báru sigur úr býtum gegn Selfyssingum, 3-1, í 17. umferð Pepsi-deildar karla.

„Það var heldur betur komin tími á sigur hjá okkur. Ég vona að þessi sigur gefi okkar það sjálfstraust sem við þurfum til þess að safna fleiri stigum í deildinni. Selfyssingar eru með mikið baráttulið en ég held að við séum bara með betra lið og það skilaði okkur sigri hér í kvöld."

Framarar mæta Stjörnunni í næstu umferð á gervigrasinu í Garðabæ, en það leggst bara nokkuð við í Almarr.

„Okkur gekk ekki vel á teppinu í fyrra en við sigruðum Selfyssinga fyrr í sumar á gervigrasi svo við erum ekkert smeykir við að spila við Stjörnuna á þeirra heimavelli í næstu viku," sagði markaskorarinn Almarr Ormarsson eftir leikinn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×