Umfjöllun: KR áfram á þráðbeinni braut eftir stórsigur á Val Elvar Geir Magnússon skrifar 23. ágúst 2010 17:00 Óskar Örn Hauksson var flottur í kvöld, skoraði tvö mörk fyrir KR og lagði hin tvö upp í 4-1 sigri. Síðustu umferðir Pepsi-deildarinnar hafa heldur betur verið að spilast eftir óskum KR-inga. Þeir unnu í kvöld 4-1 útisigur á Val, þeirra fimmti deildarsigur í röð og þeir virðast ætla að taka þátt í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn af fullum krafti. Óskar Örn Hauksson getur verið sáttur við sitt starf í kvöld, hann skoraði tvö af mörkum KR með hörkuskotum og lagði síðan upp hin tvö. Ekki eru margar vikur síðan allir voru búnir að útiloka KR í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og virtist liðið líklegra til að blanda sér í baráttuna á hinum endanum. En dæmið hefur algjörlega snúist við og toppbarátta deildarinnar er orðin galopin. Í fyrri hálfleik var jafnræði með liðunum en Valsmenn fengu betri færi, það besta fékk Atli Sveinn Þórarinsson rétt fyrir hálfleik. En á meðan heimamenn mættu með hangandi haus í seinni hálfleikinn settu gestirnir í gírinn og skoruðu fjögur mörk á tíu mínútna kafla. Björgólfur Takefusa misnotaði algjört dauðafæri áður en ísinn var brotinn af Kjartani Henry Finnbogasyni. Stórt spurningamerki verður að setja við úthlaupið hjá nafna hans í Valsmarkinu sem var í meira lagi undarlegt. Mark Rutgers skoraði síðan eitt af mörkum sumarsins áður en Óskar Örn gerði endanlega út um þetta með tveimur mörkum. Eftir það var bara formsatriði fyrir KR að klára leikinn og sárabótamark Jóns Vilhelms fyrir Valsmenn breytti litlu. Valsmenn mölbrotnuðu við að lenda undir og er það áhyggjuefni fyrir Gunnlaug Jónsson, þjálfara liðsins. KR-ingar unnu verðskuldaðan sigur og sýndu að þeir ætla sér heldur betur að vera með í baráttunni um titilinn. Þeir fóru oft illa með bakverði Valsliðsins og náðu flottum spilköflum. Ef KR vinnur Fylki á fimmtudag kemst liðið upp að hlið Breiðabliks og er aðeins tveimur stigum á eftir toppliði ÍBV. Staðan er orðin sú að ef KR-ingar vinna þá leiki sem þeir eiga eftir standa þeir uppi sem sigurvegarar... en það á ansi mikið magn af vatni eftir að renna til sjávar. Valur - KR 1-40-1 Kjartan Henry Finnbogason (55.) 0-2 Mark Rutgers (57.) 0-3 Óskar Örn Hauksson (63.) 0-4 Óskar Örn Hauksson (65.) 1-4 Jón Vilhelm Ákason (77.) Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Jóhannes Valgeirsson 6 Skot (á mark): 10-13 (3-7) Varin skot: Kjartan 3 - Lars 2 Horn: 5-4 Aukaspyrnur fengnar: 11-9 Rangstöður: 0-1Valur 4-5-1:Kjartan Sturluson 4 Stefán Eggertsson 3 Atli Sveinn Þórarinsson 5 Martin Pedersen 6 Rúnar Már Sigurjónsson 3 Þórir Guðjónsson 5 (51. Baldur Aðalsteinsson 4) Haukur Páll Sigurðsson 5 Ian Jeffs 4 Jón Vilhelm Ákason 6 Arnar Sveinn Geirsson 6 Diarmuid O´Carrol 4 (66. Guðmundur Steinn Hafsteinsson 4)KR 4-3-3: Lars Ivar Moldskred 5 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 7 Mark Rutgers 7 Jordao Diogo 8 (74. Dofri Snorrason -) Bjarni Guðjónsson 7 Viktor Bjarki Arnarsson 6 (77. Egill Jónsson -) Baldur Sigurðsson 6 Kjartan Henry Finnbogason 6 (66. Gunnar Örn Jónsson 6) Óskar Örn Hauksson 8* - Maður leiksins Björgólfur Takefusa 5 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að skoða lýsinguna þarf að smella hér: Valur - KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Síðustu umferðir Pepsi-deildarinnar hafa heldur betur verið að spilast eftir óskum KR-inga. Þeir unnu í kvöld 4-1 útisigur á Val, þeirra fimmti deildarsigur í röð og þeir virðast ætla að taka þátt í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn af fullum krafti. Óskar Örn Hauksson getur verið sáttur við sitt starf í kvöld, hann skoraði tvö af mörkum KR með hörkuskotum og lagði síðan upp hin tvö. Ekki eru margar vikur síðan allir voru búnir að útiloka KR í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og virtist liðið líklegra til að blanda sér í baráttuna á hinum endanum. En dæmið hefur algjörlega snúist við og toppbarátta deildarinnar er orðin galopin. Í fyrri hálfleik var jafnræði með liðunum en Valsmenn fengu betri færi, það besta fékk Atli Sveinn Þórarinsson rétt fyrir hálfleik. En á meðan heimamenn mættu með hangandi haus í seinni hálfleikinn settu gestirnir í gírinn og skoruðu fjögur mörk á tíu mínútna kafla. Björgólfur Takefusa misnotaði algjört dauðafæri áður en ísinn var brotinn af Kjartani Henry Finnbogasyni. Stórt spurningamerki verður að setja við úthlaupið hjá nafna hans í Valsmarkinu sem var í meira lagi undarlegt. Mark Rutgers skoraði síðan eitt af mörkum sumarsins áður en Óskar Örn gerði endanlega út um þetta með tveimur mörkum. Eftir það var bara formsatriði fyrir KR að klára leikinn og sárabótamark Jóns Vilhelms fyrir Valsmenn breytti litlu. Valsmenn mölbrotnuðu við að lenda undir og er það áhyggjuefni fyrir Gunnlaug Jónsson, þjálfara liðsins. KR-ingar unnu verðskuldaðan sigur og sýndu að þeir ætla sér heldur betur að vera með í baráttunni um titilinn. Þeir fóru oft illa með bakverði Valsliðsins og náðu flottum spilköflum. Ef KR vinnur Fylki á fimmtudag kemst liðið upp að hlið Breiðabliks og er aðeins tveimur stigum á eftir toppliði ÍBV. Staðan er orðin sú að ef KR-ingar vinna þá leiki sem þeir eiga eftir standa þeir uppi sem sigurvegarar... en það á ansi mikið magn af vatni eftir að renna til sjávar. Valur - KR 1-40-1 Kjartan Henry Finnbogason (55.) 0-2 Mark Rutgers (57.) 0-3 Óskar Örn Hauksson (63.) 0-4 Óskar Örn Hauksson (65.) 1-4 Jón Vilhelm Ákason (77.) Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Jóhannes Valgeirsson 6 Skot (á mark): 10-13 (3-7) Varin skot: Kjartan 3 - Lars 2 Horn: 5-4 Aukaspyrnur fengnar: 11-9 Rangstöður: 0-1Valur 4-5-1:Kjartan Sturluson 4 Stefán Eggertsson 3 Atli Sveinn Þórarinsson 5 Martin Pedersen 6 Rúnar Már Sigurjónsson 3 Þórir Guðjónsson 5 (51. Baldur Aðalsteinsson 4) Haukur Páll Sigurðsson 5 Ian Jeffs 4 Jón Vilhelm Ákason 6 Arnar Sveinn Geirsson 6 Diarmuid O´Carrol 4 (66. Guðmundur Steinn Hafsteinsson 4)KR 4-3-3: Lars Ivar Moldskred 5 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 7 Mark Rutgers 7 Jordao Diogo 8 (74. Dofri Snorrason -) Bjarni Guðjónsson 7 Viktor Bjarki Arnarsson 6 (77. Egill Jónsson -) Baldur Sigurðsson 6 Kjartan Henry Finnbogason 6 (66. Gunnar Örn Jónsson 6) Óskar Örn Hauksson 8* - Maður leiksins Björgólfur Takefusa 5 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að skoða lýsinguna þarf að smella hér: Valur - KR
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó