Umfjöllun: Almarr kláraði Selfyssinga Stefán Árni Pálsson skrifar 23. ágúst 2010 12:03 Framarar báru sigur úr býtum gegn Selfyssingum, 3-1, á Laugardalsvellinum í kvöld í 17. umferð Pepsi-deildar karla. Almarr Ormarsson skoraði öll mörk Framara, en það var Sævar Þór Gíslason sem skoraði eina mark Selfyssinga. Framarar hafa verið á hraðri niðurleið að undanförnu og hafa tapað þremur leikjum í röð, en síðasti sigurleikur þeirra var 25. júlí gegn Blikum. Selfyssingar unnu Keflvíkinga, 3-2, í síðustu umferð í hreint út sagt stórkostlegum leik og því voru þeir til alls líklegir gegn Frömurum í kvöld. Fyrir leiki kvöldsins voru Framarar í áttunda sæti með 20 stig en Selfyssingar sem fyrr í næstneðsta sætinu með 14 stig. Virkilega mikilvægur leikur fyrir bæði félögin, en hvorugt liðið mátti við tapi. Leikurinn hófst með miklum látum en fyrsta færi leiksins kom á sjöttu mínútu leiksins en Almarr Ormarsson átti fínt skot að marki Selfyssinga sem Jóhann Ólafur varði vel. Strax í kjölfarið brunuðu Selfyssingar í sókn, Sævar Þór var komin einn í gegn og átti stórhættulegt skot í stöngina. Fjórum mínútum síðar komust heimamenn yfir með marki frá Almarri Ormarssyni. Tómas Leifsson vann boltann inn í teig Selfyssinga og sendi knöttinn til Almarrs sem skoraði með föstu skoti óverjandi fyrir Jóhann Ólaf í markinu. Selfyssingar réðu ferðinni næsti mínúturnar og náðu að jafna leikinn á 21.mínútu. Jean Stephane Yao Yao tók fína hornspyrnu sem rataði til Sævars Þórs Gíslasonar sem þrumaði boltanum í þaknetið af stuttu færi. Eftir jöfnunarmarkið tóku Selfyssingar öll völd á vellinum og Framarar áttu í vandræðum með góða pressu Selfyssinga. Eftir um hálftíma leik komst Sævar Þór Gíslason einn í gegn náði að renna boltanum framhjá Hannesi í marki Framara. Sam Tillen ,leikmaður Framara, náði rétt svo að bjarga á línu. Í staðin fyrir að Selfyssingar kæmust yfir þá gengu heimamenn á lagið, en fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks náði Almarr Ormarsson að koma Frömurum yfir. Markið kom þvert gegn gangi leiksins. Hjálmar Þórarinsson skeiðaði upp vinstri kantinn, lék á hvern leikmann Selfyssinga á fætur öðrum, kom boltanum á Ívar Björnsson sem framlengdi honum yfir á Almarr sem skoraði virkilega flott mark. Staðan var því 2-1 fyrir heimamenn í hálfleik og útlit fyrir virkilega skemmtilegan síðari hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst frekar rólega , en það voru gestirnir sem fengu fyrsta færið á 61. mínútu. Sævar Þór Gíslason komst einn í gegnum vörn Framara, náði fínu skoti að markinu en Hannes Þór varði virkilega vel í markinu. Þremur mínútum síðar varð útlitið heldur svart fyrir Selfyssinga en þá var komið að manni leiksins, Almarri Ormarssyni, sem skoraði sitt þriðja mark og kórónaði leik sinn. Tómas Leifsson átti fínan sprett upp hægri kantinn og átti fína sendingu fyrir markið sem endaði beint fyrir framan Almarr sem smellti boltanum í mark Selfyssinga. Síðustu 25 mínútur leiksins voru mjög svo bragðdaufar og heimamenn voru ekki í neinum vandræðum með að skila sigrinum í hús. Niðurstaðan því 3-1 sigur Safamýrapilta og taphrina þeirra á enda.Fram 3 - 1 Selfoss Almarr Ormarsson (9.) Sævar Þór Gíslason (20.) Almarr Ormarsson (38.) Almarr Ormarsson (64.) Áhorfendur: 878Dómari: Magnús Þórisson 7Skot (á mark): 13-16 (7-9)Varin skot: Hannes 5- Jóhann 4Horn: 7-8Aukaspyrnur fengnar: 10-7Rangstöður: 3-0Fram 4-5-1: Hannes Þór Halldórsson 7 Sam Tillen 6 (67. Jón Orri Ólafsson 5) Kristján Hauksson 6 Jón Guðni Fjóluson 7 Daði Guðmundsson 6 Jón Gunnar Eysteinsson 6 Hjálmar Þórarinsson 7 Halldór Hermann Jónsson 7 Almarr Ormarsson 8 - maður leiksins (74. Hlynur Atli Magnússon -) Tómas Leifsson 7 (83. Joseph Tillen -) Ívar Björnsson 6Selfoss 4-5-1: Jóhann Ólafur Sigurðsson 5 Martin Dohlsten 5 Jón Guðbrandsson 6 Agnar Bragi Magnússon 4 Guðmundur Þórarinsson 5 Einar Ottó Antonsson 5 Jean Stephane YaoYao 5 Jón Daði Böðvarsson 6 Arilíus Marteinsson 5 (70. Viðar Örn Kjartansson 5) Sævar Þór Gíslason 6 (74. Guessan Bi Herve -) Viktor Unnar Illugason 6 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að fylgjast með lýsingunni þarf að smella hér: Fram - Selfoss Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Framarar báru sigur úr býtum gegn Selfyssingum, 3-1, á Laugardalsvellinum í kvöld í 17. umferð Pepsi-deildar karla. Almarr Ormarsson skoraði öll mörk Framara, en það var Sævar Þór Gíslason sem skoraði eina mark Selfyssinga. Framarar hafa verið á hraðri niðurleið að undanförnu og hafa tapað þremur leikjum í röð, en síðasti sigurleikur þeirra var 25. júlí gegn Blikum. Selfyssingar unnu Keflvíkinga, 3-2, í síðustu umferð í hreint út sagt stórkostlegum leik og því voru þeir til alls líklegir gegn Frömurum í kvöld. Fyrir leiki kvöldsins voru Framarar í áttunda sæti með 20 stig en Selfyssingar sem fyrr í næstneðsta sætinu með 14 stig. Virkilega mikilvægur leikur fyrir bæði félögin, en hvorugt liðið mátti við tapi. Leikurinn hófst með miklum látum en fyrsta færi leiksins kom á sjöttu mínútu leiksins en Almarr Ormarsson átti fínt skot að marki Selfyssinga sem Jóhann Ólafur varði vel. Strax í kjölfarið brunuðu Selfyssingar í sókn, Sævar Þór var komin einn í gegn og átti stórhættulegt skot í stöngina. Fjórum mínútum síðar komust heimamenn yfir með marki frá Almarri Ormarssyni. Tómas Leifsson vann boltann inn í teig Selfyssinga og sendi knöttinn til Almarrs sem skoraði með föstu skoti óverjandi fyrir Jóhann Ólaf í markinu. Selfyssingar réðu ferðinni næsti mínúturnar og náðu að jafna leikinn á 21.mínútu. Jean Stephane Yao Yao tók fína hornspyrnu sem rataði til Sævars Þórs Gíslasonar sem þrumaði boltanum í þaknetið af stuttu færi. Eftir jöfnunarmarkið tóku Selfyssingar öll völd á vellinum og Framarar áttu í vandræðum með góða pressu Selfyssinga. Eftir um hálftíma leik komst Sævar Þór Gíslason einn í gegn náði að renna boltanum framhjá Hannesi í marki Framara. Sam Tillen ,leikmaður Framara, náði rétt svo að bjarga á línu. Í staðin fyrir að Selfyssingar kæmust yfir þá gengu heimamenn á lagið, en fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks náði Almarr Ormarsson að koma Frömurum yfir. Markið kom þvert gegn gangi leiksins. Hjálmar Þórarinsson skeiðaði upp vinstri kantinn, lék á hvern leikmann Selfyssinga á fætur öðrum, kom boltanum á Ívar Björnsson sem framlengdi honum yfir á Almarr sem skoraði virkilega flott mark. Staðan var því 2-1 fyrir heimamenn í hálfleik og útlit fyrir virkilega skemmtilegan síðari hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst frekar rólega , en það voru gestirnir sem fengu fyrsta færið á 61. mínútu. Sævar Þór Gíslason komst einn í gegnum vörn Framara, náði fínu skoti að markinu en Hannes Þór varði virkilega vel í markinu. Þremur mínútum síðar varð útlitið heldur svart fyrir Selfyssinga en þá var komið að manni leiksins, Almarri Ormarssyni, sem skoraði sitt þriðja mark og kórónaði leik sinn. Tómas Leifsson átti fínan sprett upp hægri kantinn og átti fína sendingu fyrir markið sem endaði beint fyrir framan Almarr sem smellti boltanum í mark Selfyssinga. Síðustu 25 mínútur leiksins voru mjög svo bragðdaufar og heimamenn voru ekki í neinum vandræðum með að skila sigrinum í hús. Niðurstaðan því 3-1 sigur Safamýrapilta og taphrina þeirra á enda.Fram 3 - 1 Selfoss Almarr Ormarsson (9.) Sævar Þór Gíslason (20.) Almarr Ormarsson (38.) Almarr Ormarsson (64.) Áhorfendur: 878Dómari: Magnús Þórisson 7Skot (á mark): 13-16 (7-9)Varin skot: Hannes 5- Jóhann 4Horn: 7-8Aukaspyrnur fengnar: 10-7Rangstöður: 3-0Fram 4-5-1: Hannes Þór Halldórsson 7 Sam Tillen 6 (67. Jón Orri Ólafsson 5) Kristján Hauksson 6 Jón Guðni Fjóluson 7 Daði Guðmundsson 6 Jón Gunnar Eysteinsson 6 Hjálmar Þórarinsson 7 Halldór Hermann Jónsson 7 Almarr Ormarsson 8 - maður leiksins (74. Hlynur Atli Magnússon -) Tómas Leifsson 7 (83. Joseph Tillen -) Ívar Björnsson 6Selfoss 4-5-1: Jóhann Ólafur Sigurðsson 5 Martin Dohlsten 5 Jón Guðbrandsson 6 Agnar Bragi Magnússon 4 Guðmundur Þórarinsson 5 Einar Ottó Antonsson 5 Jean Stephane YaoYao 5 Jón Daði Böðvarsson 6 Arilíus Marteinsson 5 (70. Viðar Örn Kjartansson 5) Sævar Þór Gíslason 6 (74. Guessan Bi Herve -) Viktor Unnar Illugason 6 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að fylgjast með lýsingunni þarf að smella hér: Fram - Selfoss
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira