Rústabjörgunarsveitin farin af stað 13. janúar 2010 11:12 Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin sem er sérhæfð í rústabjörgun er lögð af stað til Haití til björgunarstarfa. Flugvél frá Icelandair fór í loftið frá Keflavíkurflugvelli um klukkan 11 með 35 meðlimi sveitarinnar og fulltrúa frá utanríkisráðuneytinu sem mun fylgja sveitinni til Haití. „Er búist við að íslenska sveitin verði meðal fyrstu alþjóðlegra björgunarsveita á staðinn en það má þakka snörum viðbrögðum utanríkisráðuneytisins," segir í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu. „Hópurinn hefur verið þjálfa og undirbúa sig fyrir verkefni eins og þetta. Það verður að koma síðar í ljós hvað bíður okkar en það er ljóst að þarna hafa átt sér stað miklar hamfarir þannig að það er líka óvissa sem bíður okkar," sagði Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, í samtali við fréttastofu fyrr í morgun. Flogið verður til Boston í Bandaríkjunum og þaðan er stefnan tekin á Haiti. Á þessari stundu er þó óljóst hvort hægt verður að lenda á Haití og verið getur að lenda þurfi í Dómínínska lýðveldinu og ferðast þaðan landleiðina til Haití, að fram kemur í tilkynningunni. Fljótlega eftir að fréttir bárust af skjálftanum og þeim skaða er hann olli bauð utanríkisráðuneyti Íslands fram aðstoð sveitarinnar og unnu fulltrúar ráðuneytisins, ráðherra og Slysavarnafélagið Landsbjörg í alla nótt að undirbúningi. Að því loknu var farið á Keflavíkurflugvöll þar sem búnaður sveitarinnar er geymdur en hann vegur um 13 tonn, þar af eru um þrjú tonn af vatni. Gert er ráð fyrir að sveitin geti starfað án utanaðkomandi aðstoðar í 10 daga. Í tilkynningunni segir að íslenska rústabjörgunarsveitin sé í afar góðri æfingu. Hún undirgekkst úttekt á vegum INSARAG, sem eru samtök rústabjörgunarsveita er starfa undir hatti Sameinuðu þjóðanna, síðastliðið haust og hlaut þar afar góða umsögn. Íslenska sveitin er ein af fáum alþjóðarústabjörgunarsveitum sem fengið hafa slíka vottun. Tengdar fréttir Rústabjörgunarsveitin á leið í loftið „Við erum í lokahnykknum. Allur farangur er kominn um borð og nú bíðum við eftir að fá leyfi til að fara í loftið," segir Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. 36 manna björgunarsveit er á leið skjálftasvæðið í Haítí. Auk þess fara Kristinn og starfsmaður utanríkisráðuneytisins með hópnum en þeir koma væntanlega til baka á morgun. 13. janúar 2010 09:57 Íslendingur í Haítí Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um einn Íslending í Haítí. Hann er óhultur og gat látið vita af sér skömmu eftir stóra jarðskjálftann í gærkvöldi. 13. janúar 2010 10:38 Björgunarsveitin frá Íslandi fer fyrir hádegi Í kjölfar jarðskjálftans mikla í Haítí ákvað utanríkisráðuneytið, í samvinnu við Slysavarnafélagið Landsbjörgu að bjóða fram aðstoð íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar, sem er sérhæfð í rústabjörgun. 13. janúar 2010 07:25 Ekki vitað um Íslendinga í Haítí Ekki hafa borist fregnir af því að Íslendingur hafi verið á sjálftasvæðinu í Haítí. Þetta segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins. 13. janúar 2010 09:38 Þúsundir fórust á Haiti -rústabjörgunarsveitin á leiðinni Það tók aðeins þrjátíu sekúndur fyrir jarðskjálftann að leggja stóran hluta af höfuðborginni Port au Prince nánast í rúst í gærkvöldi en hún er aðeins um fimmtán kílómetra frá upptökunum. 13. janúar 2010 06:55 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira
Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin sem er sérhæfð í rústabjörgun er lögð af stað til Haití til björgunarstarfa. Flugvél frá Icelandair fór í loftið frá Keflavíkurflugvelli um klukkan 11 með 35 meðlimi sveitarinnar og fulltrúa frá utanríkisráðuneytinu sem mun fylgja sveitinni til Haití. „Er búist við að íslenska sveitin verði meðal fyrstu alþjóðlegra björgunarsveita á staðinn en það má þakka snörum viðbrögðum utanríkisráðuneytisins," segir í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu. „Hópurinn hefur verið þjálfa og undirbúa sig fyrir verkefni eins og þetta. Það verður að koma síðar í ljós hvað bíður okkar en það er ljóst að þarna hafa átt sér stað miklar hamfarir þannig að það er líka óvissa sem bíður okkar," sagði Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, í samtali við fréttastofu fyrr í morgun. Flogið verður til Boston í Bandaríkjunum og þaðan er stefnan tekin á Haiti. Á þessari stundu er þó óljóst hvort hægt verður að lenda á Haití og verið getur að lenda þurfi í Dómínínska lýðveldinu og ferðast þaðan landleiðina til Haití, að fram kemur í tilkynningunni. Fljótlega eftir að fréttir bárust af skjálftanum og þeim skaða er hann olli bauð utanríkisráðuneyti Íslands fram aðstoð sveitarinnar og unnu fulltrúar ráðuneytisins, ráðherra og Slysavarnafélagið Landsbjörg í alla nótt að undirbúningi. Að því loknu var farið á Keflavíkurflugvöll þar sem búnaður sveitarinnar er geymdur en hann vegur um 13 tonn, þar af eru um þrjú tonn af vatni. Gert er ráð fyrir að sveitin geti starfað án utanaðkomandi aðstoðar í 10 daga. Í tilkynningunni segir að íslenska rústabjörgunarsveitin sé í afar góðri æfingu. Hún undirgekkst úttekt á vegum INSARAG, sem eru samtök rústabjörgunarsveita er starfa undir hatti Sameinuðu þjóðanna, síðastliðið haust og hlaut þar afar góða umsögn. Íslenska sveitin er ein af fáum alþjóðarústabjörgunarsveitum sem fengið hafa slíka vottun.
Tengdar fréttir Rústabjörgunarsveitin á leið í loftið „Við erum í lokahnykknum. Allur farangur er kominn um borð og nú bíðum við eftir að fá leyfi til að fara í loftið," segir Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. 36 manna björgunarsveit er á leið skjálftasvæðið í Haítí. Auk þess fara Kristinn og starfsmaður utanríkisráðuneytisins með hópnum en þeir koma væntanlega til baka á morgun. 13. janúar 2010 09:57 Íslendingur í Haítí Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um einn Íslending í Haítí. Hann er óhultur og gat látið vita af sér skömmu eftir stóra jarðskjálftann í gærkvöldi. 13. janúar 2010 10:38 Björgunarsveitin frá Íslandi fer fyrir hádegi Í kjölfar jarðskjálftans mikla í Haítí ákvað utanríkisráðuneytið, í samvinnu við Slysavarnafélagið Landsbjörgu að bjóða fram aðstoð íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar, sem er sérhæfð í rústabjörgun. 13. janúar 2010 07:25 Ekki vitað um Íslendinga í Haítí Ekki hafa borist fregnir af því að Íslendingur hafi verið á sjálftasvæðinu í Haítí. Þetta segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins. 13. janúar 2010 09:38 Þúsundir fórust á Haiti -rústabjörgunarsveitin á leiðinni Það tók aðeins þrjátíu sekúndur fyrir jarðskjálftann að leggja stóran hluta af höfuðborginni Port au Prince nánast í rúst í gærkvöldi en hún er aðeins um fimmtán kílómetra frá upptökunum. 13. janúar 2010 06:55 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira
Rústabjörgunarsveitin á leið í loftið „Við erum í lokahnykknum. Allur farangur er kominn um borð og nú bíðum við eftir að fá leyfi til að fara í loftið," segir Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. 36 manna björgunarsveit er á leið skjálftasvæðið í Haítí. Auk þess fara Kristinn og starfsmaður utanríkisráðuneytisins með hópnum en þeir koma væntanlega til baka á morgun. 13. janúar 2010 09:57
Íslendingur í Haítí Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um einn Íslending í Haítí. Hann er óhultur og gat látið vita af sér skömmu eftir stóra jarðskjálftann í gærkvöldi. 13. janúar 2010 10:38
Björgunarsveitin frá Íslandi fer fyrir hádegi Í kjölfar jarðskjálftans mikla í Haítí ákvað utanríkisráðuneytið, í samvinnu við Slysavarnafélagið Landsbjörgu að bjóða fram aðstoð íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar, sem er sérhæfð í rústabjörgun. 13. janúar 2010 07:25
Ekki vitað um Íslendinga í Haítí Ekki hafa borist fregnir af því að Íslendingur hafi verið á sjálftasvæðinu í Haítí. Þetta segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins. 13. janúar 2010 09:38
Þúsundir fórust á Haiti -rústabjörgunarsveitin á leiðinni Það tók aðeins þrjátíu sekúndur fyrir jarðskjálftann að leggja stóran hluta af höfuðborginni Port au Prince nánast í rúst í gærkvöldi en hún er aðeins um fimmtán kílómetra frá upptökunum. 13. janúar 2010 06:55