Enski boltinn

Mark Hughes tekur við Fulham

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Mark Hughes verður næsti knattspyrnustjóri Fulham. Hann tekur við af Roy Hodgson sem fór til Liverpool í sumar.

BBC segir í dag að líklega verði þetta staðfest í dag eða á morgun.

Hughes stýrði síðast Manchester City en þaðan var hann rekinn í desember á síðasta ári.

Martin Jol var efstur á óskalista Fulham en Ajax vildi ekki sleppa honum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×