Erlent

Íhaldsmenn leiða kosningabaráttuna í Bretlandi

Gordon Brown hefur staðið sig sérstaklega illa í kosningabaráttunni og þykir líklegt að íhaldsmenn sigri Verkamannaflokkinn.
Gordon Brown hefur staðið sig sérstaklega illa í kosningabaráttunni og þykir líklegt að íhaldsmenn sigri Verkamannaflokkinn.

Íhaldsmenn leiða kosningabaráttuna í Bretlandi en of snemmt er fyrir David cameron leiðtoga þeirra að fagna sigri.

Vegna kosningakerfisins í Bretlandi sem byggir á einmenningskjördæmum, gæti Verkamannaflokkurinn fengið fleiri þingmenn en Íhaldsflokkurinn þótt síðarnefndi flokkurinn fengi fleiri atkvæði í kosningunum.

Þá er enn líklegt að Frjálslyndir demókratar hljóti nægjanlegt fylgi til þess að enginn stóru flokkanna þriggja fái hreinan meirihluta á þingi, en til þess þurfa þeir að fá 350 þingmenn.

Cameron eyðir síðustu dögunum fyrir kosningarnar í kjördæmum þar sem mjótt er á mununum milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins. Kosið verður á fimmtudag og aldrei í sögu breskra stjórnmála hefur verið eins lítill munur á fylgi flokka í eins mörgum kjördæmum og nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×