Schengen-aðild betri en að standa utan samstarfsins 24. febrúar 2010 04:15 Landamæraeftirlit í Leifsstöð. Nokkrum sinnum hefur verið gripið til sérstaks landamæraeftirlits á Keflavíkurflugvelli. Á það einkum við þegar von hefur verið á erlendum glæpagengjum sem hafa átt vingott við Íslendinga. fréttablaðið/stefán Ísland hefur frá 1996 greitt tæpan milljarð króna fyrir þátttöku í Schengen-samstarfinu. Um er að ræða greiðslur til stofnana Evrópusambandsins auk kostnaðar sem sérstaklega er stofnað til hér á landi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Rögnu Árnadóttur, dómsmála- og mannréttindaráðherra, við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, um Schengen-samstarfið. Sigurður spurði meðal annars um mat ráðherra á ávinningi samstarfsins. Leggur Ragna áherslu á að frjáls för fólks grundvallist á EES-samningnum en ekki Schengen-samstarfinu. Bendir hún líka á að þrátt fyrir að persónueftirlit hafi verið afnumið á innri landamærum Schengen-svæðisins komi það ekki í veg fyrir að lögregla geti framkvæmt slíkt eftirlit. Í svarinu er bent á mikilvægi aðildar að Schengen-upplýsingakerfinu sem talið sé eitt mikilvægasta tæki til lögreglusamvinnu innan Evrópu. Fram kemur að afnám landamæraeftirlits á innri landamærum geti gert afbrotamönnum hægara um vik við undankomu til annarra ríkja. Endurkomubann og farbann séu haldlítil þegar í hlut eigi brotamenn sem staddir eru innan svæðisins og eru staðráðnir í að koma aftur til landsins. Segir dómsmála- og mannréttindaráðherra að landamæraeftirlit myndi vissulega auka möguleika íslenskra yfirvalda til að framfylgja endurkomubanni. Á hinn bóginn myndi slíkt landamæraeftirlit engu breyta um að íslensk yfirvöld stæðu berskjölduð gagnvart margfalt stærri hópi erlendra glæpamanna sem hér gæti hlaupið í skjól frá handtökuskipunum sem skráðar séu í upplýsingakerfi Schengen. Líkt og áður sagði hefur Ísland varið tæpum milljarði króna til Schengen-samstarfsins. Gerir ráðherra ráð fyrir að eftirleiðis verði kostnaðurinn um 150 milljónir króna á ári, að meðaltali. Er talið að svipaður kostnaður yrði við upptöku landamæraeftirlits með öllum farþegum á leið til Íslands frá Evrópu.bjorn@frettabladid.is Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Ísland hefur frá 1996 greitt tæpan milljarð króna fyrir þátttöku í Schengen-samstarfinu. Um er að ræða greiðslur til stofnana Evrópusambandsins auk kostnaðar sem sérstaklega er stofnað til hér á landi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Rögnu Árnadóttur, dómsmála- og mannréttindaráðherra, við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, um Schengen-samstarfið. Sigurður spurði meðal annars um mat ráðherra á ávinningi samstarfsins. Leggur Ragna áherslu á að frjáls för fólks grundvallist á EES-samningnum en ekki Schengen-samstarfinu. Bendir hún líka á að þrátt fyrir að persónueftirlit hafi verið afnumið á innri landamærum Schengen-svæðisins komi það ekki í veg fyrir að lögregla geti framkvæmt slíkt eftirlit. Í svarinu er bent á mikilvægi aðildar að Schengen-upplýsingakerfinu sem talið sé eitt mikilvægasta tæki til lögreglusamvinnu innan Evrópu. Fram kemur að afnám landamæraeftirlits á innri landamærum geti gert afbrotamönnum hægara um vik við undankomu til annarra ríkja. Endurkomubann og farbann séu haldlítil þegar í hlut eigi brotamenn sem staddir eru innan svæðisins og eru staðráðnir í að koma aftur til landsins. Segir dómsmála- og mannréttindaráðherra að landamæraeftirlit myndi vissulega auka möguleika íslenskra yfirvalda til að framfylgja endurkomubanni. Á hinn bóginn myndi slíkt landamæraeftirlit engu breyta um að íslensk yfirvöld stæðu berskjölduð gagnvart margfalt stærri hópi erlendra glæpamanna sem hér gæti hlaupið í skjól frá handtökuskipunum sem skráðar séu í upplýsingakerfi Schengen. Líkt og áður sagði hefur Ísland varið tæpum milljarði króna til Schengen-samstarfsins. Gerir ráðherra ráð fyrir að eftirleiðis verði kostnaðurinn um 150 milljónir króna á ári, að meðaltali. Er talið að svipaður kostnaður yrði við upptöku landamæraeftirlits með öllum farþegum á leið til Íslands frá Evrópu.bjorn@frettabladid.is
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira