Forseti Íslands fundaði í gær með tveimur nýjum sendiherrum. Annars vegar frú Manizha Bakhtari, sendiherra Afganistans, og hins vegar herra Ladislav Pivcevic, sendiherra Króatíu. Bæði afhentu trúnaðarbréf sín í gær.
Forsetinn ræddi meðal annars stöðuna í Afganistan við sendiherra Afganistans. Við sendiherra Króatíu ræddi hann samskipti við ESB, svo og möguleika á aukinni samvinnu Íslands og Króatíu á sviði menningarmála. - óká