Íslenski boltinn

Kári í landsliðið í stað Hermanns

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kári er óvænt kominn í landsliðið á ný.
Kári er óvænt kominn í landsliðið á ný.

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, hefur valið Kára Árnason í landsliðið fyrir leikinn gegn Kýpur sem fram fer 3. mars.

Kári kemur í stað Hermanns Hreiðarssonar sem á við meiðsli að stríða.

Þetta er í fyrsta skipti sem Ólafur velur Kára í hópinn. Kári sagði í viðtali við Fréttablaðið í síðasta mánuði að hann efaðist stórlega um að verða nokkurn tímann valinn í hópinn hjá Ólafi.

Hann sagði jafnframt að það væri langt síðan hann hætti að gera sér vonir um að verða valinn.

Svo bregðast krosstré sem önnur því Kári er kominn í hópinn og fær tækifæri til þess að sanna sig gegn Kýpur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×