Íslenski boltinn

FH og KR fá lið úr 1. deildinni í VISA-bikarnum

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Framarar fagna sigrinum á Fylki. Þeir mæta Val í eina Pepsi-deildarslagnum.
Framarar fagna sigrinum á Fylki. Þeir mæta Val í eina Pepsi-deildarslagnum. Fréttablaðið/Valli
FH mætir KA í átta liða úrslitum VISA-bikars karla en dregið var núna í hádeginu. KA lagði Grindavík í vítaspyrnukeppni í 16-liða úrslitunum. Það verður Reykjavíkurslagur í Laugardalnum þar sem Framarar og Valsmenn mætast en KR fær leik gegn 1. deildarliði Þróttar. Stjörnumenn þurfa að fara aftur út á land þar sem þeir leika gegn Víkingi frá Ólafsvík sem spilar í 2. deildinni og vermir þar toppsætið. Stjarnan lagði BÍ/Bolungarvík í 16-liða úrslitunum. Drátturinn í heild sinni: Fram-Valur KR-Þróttur Víkingur Ólafsvík Stjarnan FH-KA Leikið verður sunnudaginn 11. júlí og mánudaginn 12. júlí.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×