Umfjöllun: Eyjamenn aftur á toppinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. júní 2010 18:31 Tryggvi Guðmundsson skoraði tvívegis fyrir ÍBV í kvöld. Mynd/Vilhelm ÍBV kom sér aftur á topp Pepsi-deildar karla með góðum 3-0 sigri á nýliðum Selfoss í fyrsta leik 9. umferðar. Óhætt er að segja að Eyjamenn hafi byrjað af krafti í leiknum en fyrsta markið kom eftir aðeins 40 sekúndur. Þó kom markið úr þriðja skoti leiksins. Þórarinn Ingi Valdimarsson braust upp vinstri kantinn og náði tveimur skotum að marki sem Jóhann Ólafur Sigurðsson varði bæði í marki Selfyssinga. Boltinn barst þá hins vegar til Tryggva Guðmundssonar sem gerði engin mistök og skoraði fyrsta mark leiksins. Eyjamenn fengu fleiri tækifæri til að bæta við mörkum í fyrri hálfleik en allt kom fyrir ekki. Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfoss, reyndi að hrista upp í sínu liði með tvöfaldri skiptingu á 58. mínútu en allt kom fyrir ekki. Á 63. mínútu fékk ÍBV hornspyrnu sem James Hurst tók en hann var að leika kveðjuleik sinn með Eyjamönnum í kvöld. Rasmus Christiansen skallaði boltann að marki en Jóhann Ólafur náði að verja í stöngina. Í þetta sinn var það Tony Mawejje sem fylgdi vel á eftir og skoraði með föstu skoti í þaknetið. Þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka náðu Eyjamenn að innsigla sigurinn með sínu þriðja marki í leiknum. Nú sótti Þórarinn Ingi upp hægri kantinn og stakk boltanum inn á varamanninn Eyþór Helga Birgisson. Hann missti hins vegar af boltanum sem barst á Tryggva sem var þar með sloppinn einn gegn Jóhanni Ólafi í marki Selfyssinga. Honum brást ekki heldur bogalistin þá og skoraði af öryggi. Niðurstaðan því öruggur sigur Eyjamanna sem eru nú komnir aftur á topp Pepsi-deildar karla, um stundarsakir að minnsta kosti en 9. umferð deildarinnar klárast nú á sunnudaginn.ÍBV - Selfoss 3-0 1-0 Tryggvi Guðmundsson (1.) 2-0 Tony Mawejje (63.) 3-0 Tryggvi Guðmundsson (76.) Hásteinsvöllur. Áhorfendur: 1.292Dómari: Þóroddur Hjaltalín (6)Skot (á mark): 18-7 (12-4)Varin skot: Albert 2 - Jóhann Ólafur 6Horn: 8-5Aukaspyrnur fengnar: 9-7Rangstöður: 2-5ÍBV (4-5-1): Albert Sævarsson 7 James Hurst 7 Eiður Aron Sigurbjörnsson 7 Rasmus Christiansen 7 Matt Garner 6 Tony Mawejje 7 (73. Arnór Eyvar Ólafsson -) Finnur Ólafsson 7 Andri Ólafsson 8 Tryggvi Guðmundsson 8 - maður leiksins Þórarinn Ingi Valdimarsson 7 Denis Sytnik 6 (49. Eyþór Helgi Birgisson 6) Selfoss (4-4-2): Jóhann Ólafur Sigurðsson 5 Sigurður Eyberg Guðlaugsson 5 Stefán Ragnar Guðlaugsson 6 Einar Ottó Antonsson 6 Agnar Bragi Magnússon 6 Ingi Rafn Ingibergsson 6 (58. Jón Guðbrandsson 6) Andri Freyr Björnsson 5 Ingólfur Þórarinsson 6 (58. Davíð Birgisson 6) Jón Daði Böðvarsson 7 Arilíus Marteinsson 6 Sævar Þór Gíslason 6 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: ÍBV - Selfoss. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
ÍBV kom sér aftur á topp Pepsi-deildar karla með góðum 3-0 sigri á nýliðum Selfoss í fyrsta leik 9. umferðar. Óhætt er að segja að Eyjamenn hafi byrjað af krafti í leiknum en fyrsta markið kom eftir aðeins 40 sekúndur. Þó kom markið úr þriðja skoti leiksins. Þórarinn Ingi Valdimarsson braust upp vinstri kantinn og náði tveimur skotum að marki sem Jóhann Ólafur Sigurðsson varði bæði í marki Selfyssinga. Boltinn barst þá hins vegar til Tryggva Guðmundssonar sem gerði engin mistök og skoraði fyrsta mark leiksins. Eyjamenn fengu fleiri tækifæri til að bæta við mörkum í fyrri hálfleik en allt kom fyrir ekki. Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfoss, reyndi að hrista upp í sínu liði með tvöfaldri skiptingu á 58. mínútu en allt kom fyrir ekki. Á 63. mínútu fékk ÍBV hornspyrnu sem James Hurst tók en hann var að leika kveðjuleik sinn með Eyjamönnum í kvöld. Rasmus Christiansen skallaði boltann að marki en Jóhann Ólafur náði að verja í stöngina. Í þetta sinn var það Tony Mawejje sem fylgdi vel á eftir og skoraði með föstu skoti í þaknetið. Þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka náðu Eyjamenn að innsigla sigurinn með sínu þriðja marki í leiknum. Nú sótti Þórarinn Ingi upp hægri kantinn og stakk boltanum inn á varamanninn Eyþór Helga Birgisson. Hann missti hins vegar af boltanum sem barst á Tryggva sem var þar með sloppinn einn gegn Jóhanni Ólafi í marki Selfyssinga. Honum brást ekki heldur bogalistin þá og skoraði af öryggi. Niðurstaðan því öruggur sigur Eyjamanna sem eru nú komnir aftur á topp Pepsi-deildar karla, um stundarsakir að minnsta kosti en 9. umferð deildarinnar klárast nú á sunnudaginn.ÍBV - Selfoss 3-0 1-0 Tryggvi Guðmundsson (1.) 2-0 Tony Mawejje (63.) 3-0 Tryggvi Guðmundsson (76.) Hásteinsvöllur. Áhorfendur: 1.292Dómari: Þóroddur Hjaltalín (6)Skot (á mark): 18-7 (12-4)Varin skot: Albert 2 - Jóhann Ólafur 6Horn: 8-5Aukaspyrnur fengnar: 9-7Rangstöður: 2-5ÍBV (4-5-1): Albert Sævarsson 7 James Hurst 7 Eiður Aron Sigurbjörnsson 7 Rasmus Christiansen 7 Matt Garner 6 Tony Mawejje 7 (73. Arnór Eyvar Ólafsson -) Finnur Ólafsson 7 Andri Ólafsson 8 Tryggvi Guðmundsson 8 - maður leiksins Þórarinn Ingi Valdimarsson 7 Denis Sytnik 6 (49. Eyþór Helgi Birgisson 6) Selfoss (4-4-2): Jóhann Ólafur Sigurðsson 5 Sigurður Eyberg Guðlaugsson 5 Stefán Ragnar Guðlaugsson 6 Einar Ottó Antonsson 6 Agnar Bragi Magnússon 6 Ingi Rafn Ingibergsson 6 (58. Jón Guðbrandsson 6) Andri Freyr Björnsson 5 Ingólfur Þórarinsson 6 (58. Davíð Birgisson 6) Jón Daði Böðvarsson 7 Arilíus Marteinsson 6 Sævar Þór Gíslason 6 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: ÍBV - Selfoss.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira