Enski boltinn

Manchester City tapaði fyrsta æfingaleiknum fyrir tímabilið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Yannick Djalo á ferðinni í leiknum í nótt.
Yannick Djalo á ferðinni í leiknum í nótt. Mynd/AFP
Undirbúningstímabilið byrjaði ekki vel fyrir Manchester City því liðið tapaði 2-0 í nótt fyrir portúgalska liðinu Sporting Lisbon í æfingaleik í New Jersey í Bandaríkjunum. Leikurinn var hluti af æfingamóti þar sem Tottenham og New York Red Bulls taka einnig þátt í.

Yannick Djalo skoraði bæði mörk Sporting Lisbon í fyrri hálfleik og tryggði með því sínum mönnum sæti í úrslitaleiknum á móti Tottenham. Manchester City spilar um þriðja sætið við Thierry Henry og félaga í New York Red Bulls.

Joe Hart var í marki Manchester City í leiknum en gat lítið gert við mörkunum, í því fyrra skoraði Yannick Djalo með skalla og í hinu fór hann framhjá Hart eftir að hafa sloppið í gegn. Það verður hörð samkeppni um markmannsstöðuna í vetur á milli Hart og Shay Given.

Joleon Lescott, Patrick Vieira, Stephen Ireland, Jo og Craig Bellamy voru allir í byrjunarliðinu en liðið lék án manna eins og Emmanuel Adebayor, Shaun Wright-Phillips, Gareth Barry, Yaya Touré og Kolo Touré.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×