Enski boltinn

Æfingaleikir enskra liða í dag: Aston Villa tapaði fyrir Bohemians

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Carew skoraði fyrir Aston Villa í dag.
John Carew skoraði fyrir Aston Villa í dag. Mynd/Getty Images
Það fóru fjölmargir æfingaleikir hjá liðunum í ensku úrvalsdeildinni í dag enda styttist óðum í að nýtt tímabil hefjist. Everton, Stoke, West Brom, Birmingham og Blackpool unnu öll sína leiki en Aston Villa tapaði óvænt fyrir írsku liði.

Aston Villa tapaði 1-2 fyrir Bohemians á Dalymount Park í Dublin. John Carew jafnaði metin fyrir Aston Villa eftir að Conor Powell hafði skorað eina mark fyrri hálfleiks. Enzo tryggðu Írunum sigurinn níu mínútum fyrir leikslok.

Jermaine Beckford skoraði tvö fyrstu mörkin sín fyrir Everton í 3-0 sigri á Preston en Louis Saha skoraði þriðja markið.

Bolton gerði 1-1 jafntefli við Rochdale þar sem Robbie Blake kom Bolton-liðinu í 1-0.

Tuncay skoraði þrennu í 6-0 sigri Stoke á Newcastle Town en hin mörkin gerðu þeir Robert Huth, Ricardo Fuller og Michael Tonge.

Francis Jeffers og Rob Edwards skoruðu mörk nýliða Blackpool í 2-1 sigri á Leyton Orient. Nýliðar Newcastle töpuðu hinsvegar 1-2 fyrir Norwich. Shola Ameobi skoraði mark Newcastle.

Graham Dorrans tryggði West Brom 1-0 sigur á Bristol Rovers og þeir Garry O'Connor og Sebastian Larsson skoruðu fyrir Birmingham í 2-0 sigri á Liaoning Hongyun í ferð sinni um Kína og Hong Kong.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×