Enski boltinn

Drogba þurfti að fara í náraaðgerð - tæpur fyrir fyrsta leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Didier Drogba.
Didier Drogba. Mynd/AFP
Didier Drogba, framherji Chelsea og markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, fór í náraaðgerð eftir HM í Suður-Afríku. Hann er tæpur fyrir fyrsta leik Chelsea á komandi tímabili og bætist því í hóp þeirra Petr Cech og Alex sem verða líklega ekki með í byrjun móts.

Drogba var að glíma við nárameiðsli allt síðasta tímabilið og bókaði náraaðgerð strax eftir að HM í Suður-Afríku lauk. Chelsea segir að aðgerðin hafi ekki verið stór og að hann verði klár eftir þrjár vikur.

Það er ljóst að hann verður ekki með í leiknum um Samfélagskjöldinn á móti Manchester United og það er ekki mjög líklegt að hann geti spilað fyrsta deildarleik tímabilsins sem er á móti West Brom.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×