Kvörtunum rignir yfir FM 957 vegna mellulags Erps 7. ágúst 2010 06:00 Erpur Eyvindarson tekur við tónlistarverðlaunum FM 957 fyrr á árinu sem besti sólótónlistarmaðurinn. Svali á FM 957 skilur vel kvartanirnar sem hafa borist vegna lags Erps og Emmsjé Gauta. fréttablaðið/vilhelm Útvarpsstöðin FM 957 hefur dregið úr spilun á laginu Elskum þessar mellur með röppurunum Erpi og Emmsjé Gauta vegna fjölda kvartana að undanförnu. Eins og titillinn gefur til kynna er lagið opinskátt og hefur það helst farið fyrir brjóstið á fjölskyldufólki. „Þetta er alltaf sami hópurinn sem kvartar,“ segir Svali á FM. „Ég skil þetta fólk mjög vel. Þetta er fólk sem hlustar mikið á stöðina og er með börnin í bílnum sem heyra þetta og eru kannski að syngja með. Á hinn bóginn er fullt af öðru fólki sem á börn en er ekkert sérstaklega mikið að pæla í þessu,“ segir hann. Þrátt fyrir kvartanirnar hefur engin ákvörðun verið tekin um að taka lagið af dagskrá. „Við gerum okkur grein fyrir því að textinn er á grensunni. Við erum að reyna að spila þetta en samt ekki alveg í klessu,“ segir Svali. Spurður segir hann að töluvert hafi verið kvartað yfir síðasta lagi Erps, Viltu dick?. „Okkur fannst það alls ekki vera gróft. En það má segja að þetta lag sé næsta skref fyrir ofan.“ Erpur segir það ekki koma sér á óvart að kvartað hafi verið yfir sínu nýjasta lagi. Það sé samt ekkert grófara en það sem hann hefur áður samið. „Þetta erum mest við að fíflast. Það er ekkert að því,“ segir Erpur og bendir þeim, sem vilja ekki heyra lagið í bílnum, á að skipta yfir á Latabæjarstöðina. „Það er alltaf hægt að skipta um stöð og Latabæjarstöðin er gerð fyrir fólk sem á krakka.“ Hann bætir við: „Mín kynslóð hlustaði á texta sem voru grófari en þetta þegar við vorum tíu, ellefu eða tólf ára og það gerðist ekkert alvarlegt.“ Myndbandið við Elskum þessar mellur er væntanlegt frá Erpi og Emmsjé Gauta og hefjast upptökur í næstu viku. „Það verður mjög flott. Þetta verða grófkorna smekklegheit með fullt af góðu gríni.“ Í kvöld syngur hann síðan á Nasa á Gay Pride-dansleik Páls Óskars. Þar ætla þeir félagar að fylgja eftir góðu samstarfi á Akureyri um verslunarmannahelgina. „Ég verð örugglega eini „streitarinn“ á sviðinu. Við tökum eitthvað gott. Ég veit að hommarnir vilja heyra Viltu dick?.“freyr@frettabladid.is Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
Útvarpsstöðin FM 957 hefur dregið úr spilun á laginu Elskum þessar mellur með röppurunum Erpi og Emmsjé Gauta vegna fjölda kvartana að undanförnu. Eins og titillinn gefur til kynna er lagið opinskátt og hefur það helst farið fyrir brjóstið á fjölskyldufólki. „Þetta er alltaf sami hópurinn sem kvartar,“ segir Svali á FM. „Ég skil þetta fólk mjög vel. Þetta er fólk sem hlustar mikið á stöðina og er með börnin í bílnum sem heyra þetta og eru kannski að syngja með. Á hinn bóginn er fullt af öðru fólki sem á börn en er ekkert sérstaklega mikið að pæla í þessu,“ segir hann. Þrátt fyrir kvartanirnar hefur engin ákvörðun verið tekin um að taka lagið af dagskrá. „Við gerum okkur grein fyrir því að textinn er á grensunni. Við erum að reyna að spila þetta en samt ekki alveg í klessu,“ segir Svali. Spurður segir hann að töluvert hafi verið kvartað yfir síðasta lagi Erps, Viltu dick?. „Okkur fannst það alls ekki vera gróft. En það má segja að þetta lag sé næsta skref fyrir ofan.“ Erpur segir það ekki koma sér á óvart að kvartað hafi verið yfir sínu nýjasta lagi. Það sé samt ekkert grófara en það sem hann hefur áður samið. „Þetta erum mest við að fíflast. Það er ekkert að því,“ segir Erpur og bendir þeim, sem vilja ekki heyra lagið í bílnum, á að skipta yfir á Latabæjarstöðina. „Það er alltaf hægt að skipta um stöð og Latabæjarstöðin er gerð fyrir fólk sem á krakka.“ Hann bætir við: „Mín kynslóð hlustaði á texta sem voru grófari en þetta þegar við vorum tíu, ellefu eða tólf ára og það gerðist ekkert alvarlegt.“ Myndbandið við Elskum þessar mellur er væntanlegt frá Erpi og Emmsjé Gauta og hefjast upptökur í næstu viku. „Það verður mjög flott. Þetta verða grófkorna smekklegheit með fullt af góðu gríni.“ Í kvöld syngur hann síðan á Nasa á Gay Pride-dansleik Páls Óskars. Þar ætla þeir félagar að fylgja eftir góðu samstarfi á Akureyri um verslunarmannahelgina. „Ég verð örugglega eini „streitarinn“ á sviðinu. Við tökum eitthvað gott. Ég veit að hommarnir vilja heyra Viltu dick?.“freyr@frettabladid.is
Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira