Kvörtunum rignir yfir FM 957 vegna mellulags Erps 7. ágúst 2010 06:00 Erpur Eyvindarson tekur við tónlistarverðlaunum FM 957 fyrr á árinu sem besti sólótónlistarmaðurinn. Svali á FM 957 skilur vel kvartanirnar sem hafa borist vegna lags Erps og Emmsjé Gauta. fréttablaðið/vilhelm Útvarpsstöðin FM 957 hefur dregið úr spilun á laginu Elskum þessar mellur með röppurunum Erpi og Emmsjé Gauta vegna fjölda kvartana að undanförnu. Eins og titillinn gefur til kynna er lagið opinskátt og hefur það helst farið fyrir brjóstið á fjölskyldufólki. „Þetta er alltaf sami hópurinn sem kvartar,“ segir Svali á FM. „Ég skil þetta fólk mjög vel. Þetta er fólk sem hlustar mikið á stöðina og er með börnin í bílnum sem heyra þetta og eru kannski að syngja með. Á hinn bóginn er fullt af öðru fólki sem á börn en er ekkert sérstaklega mikið að pæla í þessu,“ segir hann. Þrátt fyrir kvartanirnar hefur engin ákvörðun verið tekin um að taka lagið af dagskrá. „Við gerum okkur grein fyrir því að textinn er á grensunni. Við erum að reyna að spila þetta en samt ekki alveg í klessu,“ segir Svali. Spurður segir hann að töluvert hafi verið kvartað yfir síðasta lagi Erps, Viltu dick?. „Okkur fannst það alls ekki vera gróft. En það má segja að þetta lag sé næsta skref fyrir ofan.“ Erpur segir það ekki koma sér á óvart að kvartað hafi verið yfir sínu nýjasta lagi. Það sé samt ekkert grófara en það sem hann hefur áður samið. „Þetta erum mest við að fíflast. Það er ekkert að því,“ segir Erpur og bendir þeim, sem vilja ekki heyra lagið í bílnum, á að skipta yfir á Latabæjarstöðina. „Það er alltaf hægt að skipta um stöð og Latabæjarstöðin er gerð fyrir fólk sem á krakka.“ Hann bætir við: „Mín kynslóð hlustaði á texta sem voru grófari en þetta þegar við vorum tíu, ellefu eða tólf ára og það gerðist ekkert alvarlegt.“ Myndbandið við Elskum þessar mellur er væntanlegt frá Erpi og Emmsjé Gauta og hefjast upptökur í næstu viku. „Það verður mjög flott. Þetta verða grófkorna smekklegheit með fullt af góðu gríni.“ Í kvöld syngur hann síðan á Nasa á Gay Pride-dansleik Páls Óskars. Þar ætla þeir félagar að fylgja eftir góðu samstarfi á Akureyri um verslunarmannahelgina. „Ég verð örugglega eini „streitarinn“ á sviðinu. Við tökum eitthvað gott. Ég veit að hommarnir vilja heyra Viltu dick?.“freyr@frettabladid.is Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Útvarpsstöðin FM 957 hefur dregið úr spilun á laginu Elskum þessar mellur með röppurunum Erpi og Emmsjé Gauta vegna fjölda kvartana að undanförnu. Eins og titillinn gefur til kynna er lagið opinskátt og hefur það helst farið fyrir brjóstið á fjölskyldufólki. „Þetta er alltaf sami hópurinn sem kvartar,“ segir Svali á FM. „Ég skil þetta fólk mjög vel. Þetta er fólk sem hlustar mikið á stöðina og er með börnin í bílnum sem heyra þetta og eru kannski að syngja með. Á hinn bóginn er fullt af öðru fólki sem á börn en er ekkert sérstaklega mikið að pæla í þessu,“ segir hann. Þrátt fyrir kvartanirnar hefur engin ákvörðun verið tekin um að taka lagið af dagskrá. „Við gerum okkur grein fyrir því að textinn er á grensunni. Við erum að reyna að spila þetta en samt ekki alveg í klessu,“ segir Svali. Spurður segir hann að töluvert hafi verið kvartað yfir síðasta lagi Erps, Viltu dick?. „Okkur fannst það alls ekki vera gróft. En það má segja að þetta lag sé næsta skref fyrir ofan.“ Erpur segir það ekki koma sér á óvart að kvartað hafi verið yfir sínu nýjasta lagi. Það sé samt ekkert grófara en það sem hann hefur áður samið. „Þetta erum mest við að fíflast. Það er ekkert að því,“ segir Erpur og bendir þeim, sem vilja ekki heyra lagið í bílnum, á að skipta yfir á Latabæjarstöðina. „Það er alltaf hægt að skipta um stöð og Latabæjarstöðin er gerð fyrir fólk sem á krakka.“ Hann bætir við: „Mín kynslóð hlustaði á texta sem voru grófari en þetta þegar við vorum tíu, ellefu eða tólf ára og það gerðist ekkert alvarlegt.“ Myndbandið við Elskum þessar mellur er væntanlegt frá Erpi og Emmsjé Gauta og hefjast upptökur í næstu viku. „Það verður mjög flott. Þetta verða grófkorna smekklegheit með fullt af góðu gríni.“ Í kvöld syngur hann síðan á Nasa á Gay Pride-dansleik Páls Óskars. Þar ætla þeir félagar að fylgja eftir góðu samstarfi á Akureyri um verslunarmannahelgina. „Ég verð örugglega eini „streitarinn“ á sviðinu. Við tökum eitthvað gott. Ég veit að hommarnir vilja heyra Viltu dick?.“freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira