Leikskólakennari: „Þetta er náttúrulega trúboð“ Erla Hlynsdóttir skrifar 19. október 2010 10:22 Sumir leikskólar fá prest í heimsókn mánaðarlega Mynd: Vilhelm Gunnarsson „Núna á síðustu árum höfum við heyrt fleiri og háværari raddir um að foreldrar vilja ekki trúarlegt starf inni í leikskólunum. Það er alveg á hreinu," segir Halldóra Guðmundsdóttir, formaður Reykjavíkurdeildar Félags leikskólakennara. Hún segir að það sé vissulega minnihluti sem gert hafi athugasemdir við heimsóknir presta í leikskólana. Hún telur þó að meirihluti foreldra myndi lítið kippa sér upp við það ef trúarstarf í skólum yrði aflagt. „Að mínu viti er meirihlutinn mest fólk sem væri kannski ekkert að hafa hátt þó þetta myndi hætta. Það er mín tilfinning að fólki finnist þetta allt í lagi en er ekkert að leita eftir leikskólum sem gera þetta meira en minna," segir hún. Halldóra var gestur Heimis Karlssonar og Kolbrúnar Björnsdóttur Í bítinu í morgun. Þau ræddu þar drög að ályktun mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar sem miðar meðal annars að því að leggja af heimsóknir presta í leik- og grunnskóla, og banna dreifingu trúarlegs efnis í skólunum, svo sem Nýja Testamentisins og Kóransins. Prestar koma mánaðarlega Halldóra segir misjafnt hversu oft prestar heimsækja leikskólabörn eins og staða er nú. Sumir leikskólar fá prest hverfiskirkjunnar í heimsókn mánaðarlega en aðrir sjaldnar. Hún telur að það hafi ekki miklar breytingar í för með sér nái hugmyndir meirihluta mannréttindaráðs fram að ganga þar sem prestar komi almennt ekki oft í leikskólana. Halldóra telur þó víst að einhverjir foreldrar yrðu ósáttir við breytingarnar. „Börnin eiga alveg örugglega eftir að sakna gestanna sem koma því þetta er skemmtilega uppbyggt og gaman að taka þátt í þessu. En þetta er náttúrulega trúboð. Það er ekki hægt að kalla þetta annað," segir hún.Áfram jólahald í leikskólum Formaður mannréttindaráðs hefur gefið út að hátíðahald og undirbúningur fyrir jól og páska verði áfram með hefðbundnu sniði nái breytingatillögurnar fram að ganga. Munurinn verður einfaldlega sá að prestar koma ekki að undirbúningnum í skólunum og börnin fara með fjölskyldu sinni í kirkju en ekki með skólanum. Í þeim leikskóla sem Halldóra starfar hefur verið tekinn sá póll í hæðina að forðast að syngja sálma í kring um trúarhátíðir og frekar valið að syngja jólalög um jólasveina. „Við höfum forðast að syngja jólalög sem eru mjög trúarlegs eðlis," segir hún. Hún býst því ekki við að hugmyndir mannréttindaráðs hafi róttækar breytingar í för með sér verði þær samþykktar.Viðtalið við Halldóru má hlusta á með því að smella hér. Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
„Núna á síðustu árum höfum við heyrt fleiri og háværari raddir um að foreldrar vilja ekki trúarlegt starf inni í leikskólunum. Það er alveg á hreinu," segir Halldóra Guðmundsdóttir, formaður Reykjavíkurdeildar Félags leikskólakennara. Hún segir að það sé vissulega minnihluti sem gert hafi athugasemdir við heimsóknir presta í leikskólana. Hún telur þó að meirihluti foreldra myndi lítið kippa sér upp við það ef trúarstarf í skólum yrði aflagt. „Að mínu viti er meirihlutinn mest fólk sem væri kannski ekkert að hafa hátt þó þetta myndi hætta. Það er mín tilfinning að fólki finnist þetta allt í lagi en er ekkert að leita eftir leikskólum sem gera þetta meira en minna," segir hún. Halldóra var gestur Heimis Karlssonar og Kolbrúnar Björnsdóttur Í bítinu í morgun. Þau ræddu þar drög að ályktun mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar sem miðar meðal annars að því að leggja af heimsóknir presta í leik- og grunnskóla, og banna dreifingu trúarlegs efnis í skólunum, svo sem Nýja Testamentisins og Kóransins. Prestar koma mánaðarlega Halldóra segir misjafnt hversu oft prestar heimsækja leikskólabörn eins og staða er nú. Sumir leikskólar fá prest hverfiskirkjunnar í heimsókn mánaðarlega en aðrir sjaldnar. Hún telur að það hafi ekki miklar breytingar í för með sér nái hugmyndir meirihluta mannréttindaráðs fram að ganga þar sem prestar komi almennt ekki oft í leikskólana. Halldóra telur þó víst að einhverjir foreldrar yrðu ósáttir við breytingarnar. „Börnin eiga alveg örugglega eftir að sakna gestanna sem koma því þetta er skemmtilega uppbyggt og gaman að taka þátt í þessu. En þetta er náttúrulega trúboð. Það er ekki hægt að kalla þetta annað," segir hún.Áfram jólahald í leikskólum Formaður mannréttindaráðs hefur gefið út að hátíðahald og undirbúningur fyrir jól og páska verði áfram með hefðbundnu sniði nái breytingatillögurnar fram að ganga. Munurinn verður einfaldlega sá að prestar koma ekki að undirbúningnum í skólunum og börnin fara með fjölskyldu sinni í kirkju en ekki með skólanum. Í þeim leikskóla sem Halldóra starfar hefur verið tekinn sá póll í hæðina að forðast að syngja sálma í kring um trúarhátíðir og frekar valið að syngja jólalög um jólasveina. „Við höfum forðast að syngja jólalög sem eru mjög trúarlegs eðlis," segir hún. Hún býst því ekki við að hugmyndir mannréttindaráðs hafi róttækar breytingar í för með sér verði þær samþykktar.Viðtalið við Halldóru má hlusta á með því að smella hér.
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira