Íslenski boltinn

Umfjöllun: Haukar nældu í stig í uppbótartíma

Elvar Geir Magnússon skrifar

Haukar og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli í kvöld. Jöfnunarmark Kristjáns Ómars Björnssonar í uppbótartíma tryggði Haukum þeirra fyrsta stig á Vodafone-vellinum þetta sumarið.

Fylkismenn tefldu fram talsvert breyttu liði vegna leikbanna og Haukar voru án markvarðarins Daða Lárussonar sem kominn er á meiðslalistann.

Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleiknum en bæði lið fengu ágætis marktækifæri. Næst komust Fylkismenn því að skora þegar Guðjón Lýðsson náði að bjarga á marklínu. Annars voru Haukar meira með boltann og spiluðu oft vel á milli sín.

Seinni hálfleikurinn var fimm mínútna gamall þegar Albert Brynjar Ingason hafði komið Fylki yfir. Við þetta mark féllu Fylkismenn nokkuð til baka og virtust ætla að freista þess að halda þessari forystu.

Það virtist vera að virka því Haukum gekk erfiðlega að skapa sér opin marktækifæri. Allt stefndi í sigur Árbæinga þegar Kristján Ómar Björnsson náði að jafna í uppbótartíma eftir mikinn barning í teignum. Úrslitin 1-1.

Fylkismenn eðlilega svekktir en Haukar voru þarna að gera sitt fimmta jafntefli í sumar. Því miður fyrir þá telja jafnteflin ekki mjög mikið ef sigrarnir fylgja ekki með og þeir verma enn botnsætið. Valur, KR og FH verða mótherjar þeirra í næstu leikjum.

Haukar - Fylkir 1-1

0-1 Albert Brynjar Ingason (50.)

1-1 Kristján Ómar Björnsson (90.+3)

Vodafone-völlurinn - Áhorfendur: 580

Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. 6

Skot (á mark): 9-14 (8-7)

Varin skot: Amir 5 - Fjalar 7

Horn: 5-7

Aukaspyrnur fengnar: 15-14

Rangstöður: 6-3

Haukar (4-5-1):

Amir Mehica 6

Pétur Örn Gíslason 6

Kristján Ómar Björnsson 7

Guðmundur Viðar Mete 6

Gunnar Ásgeirsson 5

Guðjón Pétur Lýðsson 7

Hilmar Rafn Emilsson 6

(60. Grétar Grétarsson 6)

Hilmar Geir Eiðsson 5

Úlfar Hrafn Pálsson 7

Ásgeir Þór Ingólfsson 6

Arnar Gunnlaugsson 4

Fylkir (4-3-3):

Fjalar Þorgeirsson 6

Andri Þór Jónsson 7

Einar Pétursson 6

Valur Fannar Gíslason 6

Kjartan Ágúst Breiðdal 6

Kristján Valdimarsson 5

Tómas Joð Þorsteinsson 6

(76. Friðrik Þráinsson -)

Ingimundur Níels Óskarsson 4

(82. Ásgeir Arnþórsson -)

Jóhann Þórhallsson 5

Albert Brynjar Ingason 8* - Maður leiksins

Pape Mamadou Faye 6






Fleiri fréttir

Sjá meira


×