Enski boltinn

Ferguson ánægður með sigur í fyrsta leik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Berbatov var á skotskónum í nótt.
Berbatov var á skotskónum í nótt.

Manchester United lék sinn fyrsta æfingaleik á tímabilinu í nótt er liðið mætti Celtic í Chicago. United vann leikinn 3-1.

Dimitar Berbatov, Danny Welbeck og Tom Cleverley skoruðu mörk United í leiknum. Georgios Samaras skoraði mark Celtic.

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var sáttur við leik sinna manna.

"Það er alltaf gott að koma fyrsta leiknum frá og ég er sáttur því það voru margir jákvæðir punktar við okkar leik. Við erum að reyna að spila meira í undirbúningnum og mér fannst vera leiði á æfingu daginn fyrir leik," sagði Ferguson.

"Strákarnir voru búnir að æfa i sjö daga í Carrington og fjóra daga í Chicago. Strákarnir þurftu klárlega að spila fótbolta. Það góða við undirbúningstímabilið er að þá kemur hungrið í að spila. Annars líkar engum við undirbúningstímabil. Skiptir engu hvað maður er góður í fótbolta. Það er erfitt að undirbúa sig og ég er feginn að við erum farnir að spila fótbolta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×