Enski boltinn

Lucas vill vera áfram hjá Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Brasilíumaðurinn Lucas Leiva er lítið að velta sér upp úr því sem fjölmiðlar skrifa um framtíð hans þar sem hann sé hæstánægður hjá Liverpool.

Fjölmiðlar hafa verið að orða hann við Inter á Ítalíu þar sem Rafa Benitez, fyrrum stjóri Liverpool, er orðinn þjálfari.

Leiva vonast til þess að ekkert verði af því að félagið selji hann þar sem hann hafi loks náð stöðugleika í sinn leik á síðustu leiktíð.

"Ég er ánægður hjá Liverpool og bíð spenntur eftir mínu fjórða tímabili hjá félaginu. Ég vona ég fái að vera hér áfram svo ég geti haldið áfram að bæta minn leik," sagði Lucas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×