Útflutningur á hval kærður til Interpol 19. mars 2010 06:00 Hvalfjörður 2006 Hvalveiðar vekja jafnan athygli hérlendis en dr. Ralf Sonntag, sjávarlíffræðingur hjá IFAW, segir Íslendinga fótumtroða alþjóðalög. fréttablaðið/gva Alþjóða dýraverndunarsjóðurinn (IFAW) hefur kært útflutning á hvalaafurðum frá Íslandi til þriggja landa til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB), Alþjóðalögreglunnar (Interpol) og Alþjóða tollastofnunarinnar. Afurðirnar sem um ræðir eru 134 tonn af frystum hvalaafurðum til Japans og 250 kíló af frystu hvalkjöti til Lettlands í janúar síðastliðnum auk tveggja sendinga af hvalmjöli til Danmerkur í janúar og mars árið 2009. Tilefni kærunnar eru upplýsingar um útfluttar vörur frá Hagstofu Íslands. Sjóðurinn hefur einnig sent fjórum skrifstofum CITES (samningur um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu) upplýsingar um viðskiptin. Sigursteinn Másson, talsmaður IFAW á Íslandi, segir málið grafalvarlegt í ljósi þess að lög og reglur ESB banni alfarið viðskipti sem þessi, auk CITES-sáttmálans sem Ísland, Lettland og Danmörk eru aðilar að. „Þarna er í raun um mjög alvarlegan atburð að ræða út frá alþjóðalögum og þess vegna vekur IFAW athygli á þessu og kæra til viðeigandi yfirvalda.“ Sigursteinn segir engu skipta þó að um tiltölulega lítið magn hvalaafurða sé að ræða og IFAW hafi ekki fengið staðfest hverjir standa að baki útflutningnum héðan. „Við gerum hins vegar ráð fyrir því að yfirvöld fari ofan í saumana á því hverjir eru að brjóta lög og reglur.“ Hann segir að yfirvöld í Lettlandi og Danmörku hafi ekki haft upplýsingar um viðskiptin. „Þar er þetta litið mjög alvarlegum augum og ég tel að það verði tekið hart á þessu.“ Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., staðfestir að „smáræði“ af hvalaafurðum hafi verið flutt út til Japans í janúar. Hins vegar veit hann ekki hver stendur að baki viðskiptunum til Lettlands og Danmerkur. „Það kæmi mér ekkert á óvart ef ég kæmist að því að Sigursteinn stæði sjálfur fyrir þessu. Þessir menn gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vekja athygli á sér,“ segir Kristján. Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Félags hrefnuveiðimanna, segir að ekkert hrefnukjöt hafi verið flutt út. „Hins vegar er um svo lítið magn að ræða að ekki er hægt að útiloka að Letti hafi keypt kjöt hérlendis og sent til heimalandsins.“ Hagstofa Íslands staðfesti við Fréttablaðið að upplýsingar IFAW um útflutninginn eru allar nákvæmar. svavar@frettabladid.is Sigursteinn Másson Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Alþjóða dýraverndunarsjóðurinn (IFAW) hefur kært útflutning á hvalaafurðum frá Íslandi til þriggja landa til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB), Alþjóðalögreglunnar (Interpol) og Alþjóða tollastofnunarinnar. Afurðirnar sem um ræðir eru 134 tonn af frystum hvalaafurðum til Japans og 250 kíló af frystu hvalkjöti til Lettlands í janúar síðastliðnum auk tveggja sendinga af hvalmjöli til Danmerkur í janúar og mars árið 2009. Tilefni kærunnar eru upplýsingar um útfluttar vörur frá Hagstofu Íslands. Sjóðurinn hefur einnig sent fjórum skrifstofum CITES (samningur um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu) upplýsingar um viðskiptin. Sigursteinn Másson, talsmaður IFAW á Íslandi, segir málið grafalvarlegt í ljósi þess að lög og reglur ESB banni alfarið viðskipti sem þessi, auk CITES-sáttmálans sem Ísland, Lettland og Danmörk eru aðilar að. „Þarna er í raun um mjög alvarlegan atburð að ræða út frá alþjóðalögum og þess vegna vekur IFAW athygli á þessu og kæra til viðeigandi yfirvalda.“ Sigursteinn segir engu skipta þó að um tiltölulega lítið magn hvalaafurða sé að ræða og IFAW hafi ekki fengið staðfest hverjir standa að baki útflutningnum héðan. „Við gerum hins vegar ráð fyrir því að yfirvöld fari ofan í saumana á því hverjir eru að brjóta lög og reglur.“ Hann segir að yfirvöld í Lettlandi og Danmörku hafi ekki haft upplýsingar um viðskiptin. „Þar er þetta litið mjög alvarlegum augum og ég tel að það verði tekið hart á þessu.“ Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., staðfestir að „smáræði“ af hvalaafurðum hafi verið flutt út til Japans í janúar. Hins vegar veit hann ekki hver stendur að baki viðskiptunum til Lettlands og Danmerkur. „Það kæmi mér ekkert á óvart ef ég kæmist að því að Sigursteinn stæði sjálfur fyrir þessu. Þessir menn gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vekja athygli á sér,“ segir Kristján. Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Félags hrefnuveiðimanna, segir að ekkert hrefnukjöt hafi verið flutt út. „Hins vegar er um svo lítið magn að ræða að ekki er hægt að útiloka að Letti hafi keypt kjöt hérlendis og sent til heimalandsins.“ Hagstofa Íslands staðfesti við Fréttablaðið að upplýsingar IFAW um útflutninginn eru allar nákvæmar. svavar@frettabladid.is Sigursteinn Másson
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira