Umfjöllun: FH fór illa með færin á Fylkisvelli Jón Júlíus Karlsson skrifar 7. júní 2010 23:06 Fréttablaðið/Valli Það var frábær leikur sem Fylkir og FH buðu uppá á Fylkisvellinum í 6. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Leikar enduðu með 2-2 jafntefli þar sem bæði lið hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk og þremur rauðum spjöldum var veifað. Fylkismenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust yfir með glæsilegu marki frá Alberti Brynjari Ingasyni á 5. mínútu. Ingimundur Níels Óskarsson átti þá skot sem Gunnleifur Gunnleifsson varði vel í marki FH en boltinn barst til Alberts Brynjars sem þrumaði boltanum í slána og inn, og kom heimamönnum yfir gegn Íslandsmeisturunum. Óskabyrjun heimamanna. Staðan varð enn vænlegri á 28. mínútu þegar Pape Faye krækti í vítaspyrnu á Pétur Viðarsson varnarmann FH og Albert Brynjar bætti við öðru með öruggri vítaspyrnu. Það var eins og tvö mörk í andlitið væri það sem þyrfti til að vekja FH-inga sem svöruðu fyrir sig í næstu sókn og var þar að verki Atli Viðar Björnsson sem fékk boltann í teignum eftir að Atli Guðnason átti misheppnað skot. Þannig stóðu leikar í hálfleik, 2-1. Seinni hálfleikur var ekki nema tveggja mínútna gamall þegar Einar Pétursson, leikmaður Fylkis fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með það rauða fyrir litlar sakir að margra mati. FH-ingar voru fljótir að nýta sér liðsmuninn því á 53. mínútu bætti Atli Viðar við sínu öðru marki og jafnaði leikinn. Atli Guðnason fékk þá frábæra sendingu inn fyrir vörn Fylkismanna og sendi hnitmiðaða sendingu á Atla Viðar sem gat ekki annað en skorað. Næstu mínúturnar óðu FH-ingar í færum en Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis, varði hvað eftir annað frábærlega og kom í veg fyrir að Atli Viðar næði að fullkomna þrennuna. Jafnt varð svo í liðum þegar Pétur Viðarsson í liði FH fékk að líta sitt annað gula spjald á 77. mínútu. Tvö umdeild atvik gerðust undir lok leiksins. Fyrst vildu Fylkismenn fá vítaspyrnu þegar togað var í leikmann Fylkis innan vítateigs, en seinna atvikið þegar FH-ingar vildu fá víti þegar leikmanni FH virtist hrint innan vítateigs. Heimir Guðjónsson var mjög ósáttur og fékk að líta rauða spjaldið, það fyrsta á þjálfaraferlinum. Þrátt fyrir mörg fín færi lauk leiknum með 2-2 jafntefli í frábærum leik. Jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða því bæði lið fengu svo sannarlega færin til að vinna leikinn. Sóknarmenn FH-inga naga sig vafalaust í handabaukinn fyrir að nýta ekki færin betur en Fjalar Þorgeirsson sýndi einnig frábæra takta í markinu hjá Fylki.Fylkir-FH 1-0 Albert Brynjar Ingason (5.) 2-0 Albert Brynjar Ingason (28. vsp.) 2-1 Atli Viðar Björnsson (29.) 2-2 Atli Viðar Björnsson (53.)Áhorfendur: 1564Dómari: Þóroddur Hjaltalín 5Skot (á mark): 11-13 (4-5)Varin skot: Fjalar 3 – Gunnleifur 2Hornspyrnur: 7-3Aukaspyrnur fengnar: 4-3Rangstöður: 4-3Fylkir (4-5-1) Fjalar Þorgeirsson 7 Andrés Már Jóhannesson 5 Kristján Valdimarsson 6 Einar Pétursson 4 Þórir Hannesson 5 Tómas Þorsteinsson 5 (46. Kjartan Ágúst Breiðdal 6) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 5 Valur Fannar Gíslason 6 Albert Brynjar Ingason 7 Ingimundur Níels Óskarsson 5 (81. Ásgeir Örn Arnþórsson -) Pape Faye 5 (60. Jóhann Þórhallsson 5)FH (4-5-1): Gunnleifur Vignir Gunnleifsson 6 Guðmundur Sævarsson 6 (78. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson -) Hafþór Þrastarson 5 Pétur Viðarsson 4 Hjörtur Logi Valgarðsson 6 Atli Viðar Björnsson 7 Hákon Atli Hallfreðsson 5 (51. Freyr Bjarnason 5) Björn Daníel Sverrisson 5 Atli Guðnason 7 Matthías Vilhjálmsson 6 Torger Motland 5 (51. Ólafur Páll Snorrason 5) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira
Það var frábær leikur sem Fylkir og FH buðu uppá á Fylkisvellinum í 6. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Leikar enduðu með 2-2 jafntefli þar sem bæði lið hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk og þremur rauðum spjöldum var veifað. Fylkismenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust yfir með glæsilegu marki frá Alberti Brynjari Ingasyni á 5. mínútu. Ingimundur Níels Óskarsson átti þá skot sem Gunnleifur Gunnleifsson varði vel í marki FH en boltinn barst til Alberts Brynjars sem þrumaði boltanum í slána og inn, og kom heimamönnum yfir gegn Íslandsmeisturunum. Óskabyrjun heimamanna. Staðan varð enn vænlegri á 28. mínútu þegar Pape Faye krækti í vítaspyrnu á Pétur Viðarsson varnarmann FH og Albert Brynjar bætti við öðru með öruggri vítaspyrnu. Það var eins og tvö mörk í andlitið væri það sem þyrfti til að vekja FH-inga sem svöruðu fyrir sig í næstu sókn og var þar að verki Atli Viðar Björnsson sem fékk boltann í teignum eftir að Atli Guðnason átti misheppnað skot. Þannig stóðu leikar í hálfleik, 2-1. Seinni hálfleikur var ekki nema tveggja mínútna gamall þegar Einar Pétursson, leikmaður Fylkis fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með það rauða fyrir litlar sakir að margra mati. FH-ingar voru fljótir að nýta sér liðsmuninn því á 53. mínútu bætti Atli Viðar við sínu öðru marki og jafnaði leikinn. Atli Guðnason fékk þá frábæra sendingu inn fyrir vörn Fylkismanna og sendi hnitmiðaða sendingu á Atla Viðar sem gat ekki annað en skorað. Næstu mínúturnar óðu FH-ingar í færum en Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis, varði hvað eftir annað frábærlega og kom í veg fyrir að Atli Viðar næði að fullkomna þrennuna. Jafnt varð svo í liðum þegar Pétur Viðarsson í liði FH fékk að líta sitt annað gula spjald á 77. mínútu. Tvö umdeild atvik gerðust undir lok leiksins. Fyrst vildu Fylkismenn fá vítaspyrnu þegar togað var í leikmann Fylkis innan vítateigs, en seinna atvikið þegar FH-ingar vildu fá víti þegar leikmanni FH virtist hrint innan vítateigs. Heimir Guðjónsson var mjög ósáttur og fékk að líta rauða spjaldið, það fyrsta á þjálfaraferlinum. Þrátt fyrir mörg fín færi lauk leiknum með 2-2 jafntefli í frábærum leik. Jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða því bæði lið fengu svo sannarlega færin til að vinna leikinn. Sóknarmenn FH-inga naga sig vafalaust í handabaukinn fyrir að nýta ekki færin betur en Fjalar Þorgeirsson sýndi einnig frábæra takta í markinu hjá Fylki.Fylkir-FH 1-0 Albert Brynjar Ingason (5.) 2-0 Albert Brynjar Ingason (28. vsp.) 2-1 Atli Viðar Björnsson (29.) 2-2 Atli Viðar Björnsson (53.)Áhorfendur: 1564Dómari: Þóroddur Hjaltalín 5Skot (á mark): 11-13 (4-5)Varin skot: Fjalar 3 – Gunnleifur 2Hornspyrnur: 7-3Aukaspyrnur fengnar: 4-3Rangstöður: 4-3Fylkir (4-5-1) Fjalar Þorgeirsson 7 Andrés Már Jóhannesson 5 Kristján Valdimarsson 6 Einar Pétursson 4 Þórir Hannesson 5 Tómas Þorsteinsson 5 (46. Kjartan Ágúst Breiðdal 6) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 5 Valur Fannar Gíslason 6 Albert Brynjar Ingason 7 Ingimundur Níels Óskarsson 5 (81. Ásgeir Örn Arnþórsson -) Pape Faye 5 (60. Jóhann Þórhallsson 5)FH (4-5-1): Gunnleifur Vignir Gunnleifsson 6 Guðmundur Sævarsson 6 (78. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson -) Hafþór Þrastarson 5 Pétur Viðarsson 4 Hjörtur Logi Valgarðsson 6 Atli Viðar Björnsson 7 Hákon Atli Hallfreðsson 5 (51. Freyr Bjarnason 5) Björn Daníel Sverrisson 5 Atli Guðnason 7 Matthías Vilhjálmsson 6 Torger Motland 5 (51. Ólafur Páll Snorrason 5)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira