Enski boltinn

Endar Joe Cole hjá Liverpool?

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Joe Cole er eftirsóttur.
Joe Cole er eftirsóttur.
Roy Hodgson, stjóri Liverpool, er ánægður að heyra að Joe Cole sé orðaður við liðið en vill þó lítið tjá sig um ástæður þess að veðbankar eru hættir að taka við veðmálum um að Cole fari til Liverpool.

Cole er samningslaus sem stendur og leitar sér að nýju félagi en samningur hans rann út við Chelsea eftir síðasta tímabil. Hann er sterklega orðaður við Liverpool en líkt og fram hefur komið er ekki lengur hægt að veðja á það að hann fari þangað, svo líklegt þykir það.

„Ég veðja ekki svo það skiptir ekki miklu máli að það sé hætt að taka við veðmálum," sagði Hodgson á vef Liverpool um málið.

„Ég veit ekki einu sinni nógu mikið um veðmál til að vita hvað það þýðir. Ég veit ekki betur en svo að Joe Cole sé að leita að nýju félagi."

Roy Hodgson viðurkennir að félagið sé búið að hafa samband við leikmanninn.

„Ég veit að við höfum haft samband við hann og að það er gott að við höfum samband við leikmenn í þessum gæðaflokki. Ég hef annars ekkert til að segja um málið. Ég hef ekki heyrt af neinum viðræðum við hann en átti smá spjall við hann fyrir nokkru síðan," sagði Hodgson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×