Jón hræðist ekki hótanir LÍÚ 14. janúar 2010 12:31 Jón Bjarnason. Mynd/GVA Landbúnaðar-og sjávarútvegsráðherra segist enga trú hafa á því að útvegsmenn hlaupist undan samfélagslegri ábyrgð og sigli flotanum í land vegna áforma ríkisstjórnarinnar fyrningu kvótans. Útvegsmenn eigi sæti í starfshópi um framtíðarskipan fiskveiðistjórnunarmála og geti vel komið sínum málum á framfæri þar. Útgerðarmenn berjast nú gegn áformum ríkisstjórnarinnar um að taka kvótann af þeim í áföngum með svokallaðri fyrningarleið. Á stjórnarfundi LÍÚ fyrir jól var samþykkt að ef allt um þryti yrði flotanum siglt í land og hann bundinn við bryggju. Jón Bjarnason, landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra, segir útvegsmenn eiga sæti í starfshópi sem nú vinni að framtíðarskipan fiskveiðistjórnunarmála og sérstaklega því sem lúti að eignarhaldi og ráðstöfunarétti á aflaheimildum. Hann segir að þar geti þeir komið sínum áherslumálum á framfæri. „Ég hef ekki trú á því að LÍÚ víkist undan samfélagslegri ábyrgð og fari að sigla í land. Ég treysti þeim frekar til þess að koma og halda áfram í þessari umræðu. Þeir vita um stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum efnum. Vita hvað takast á við og ég treysti að þeir taki þátt í því starfi að fullri ábyrgð. Ég hef enga trú á því að LÍÚ sé neitt bættara með því að hóta einum né neinum í þessum efnum," segir Jón. Starfshópurinn skilar af sér áliti á næstu vikum. „Það er náttúrulega ljóst að það er engin sátt í samfélaginu um það fyrirkomulag á eignarhaldi sem nú er. Á því þarf að finnast betri lausn þannig að samfélagsleg sátt verði um," segir Jón. Stjórnarmenn í Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Verðandi í Vestmanneyjum, eru æva reiðir út í sjávarútvegsráðherra, fyrir ýmsar fyrirætlanir um breytta stöðu sjávarútvegsins. Nú síðast fyrir nýjar reglur um útflutning á óunnum fiski í gámum. Í greinargerð frá fundinum í gærkvöldi, segjast þeir vera sammála þeim félögum í LÍÚ, sem vilja sigla flotanum í land og fá hin ýmsu mál á hreint. Við núverandi aðstæður vilji engin fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi. Tengdar fréttir LÍÚ samþykkti að sigla flotanum í land Útvegsmenn hafa samþykkt að fiskiskipaflotanum verði siglt í land og hann bundinn við bryggju láti ríkisstjórnin ekki af áformum um fyrningu kvótans. Stjórnvöld hafa verið látin vita af þessum áformum. 13. janúar 2010 18:22 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Sjá meira
Landbúnaðar-og sjávarútvegsráðherra segist enga trú hafa á því að útvegsmenn hlaupist undan samfélagslegri ábyrgð og sigli flotanum í land vegna áforma ríkisstjórnarinnar fyrningu kvótans. Útvegsmenn eigi sæti í starfshópi um framtíðarskipan fiskveiðistjórnunarmála og geti vel komið sínum málum á framfæri þar. Útgerðarmenn berjast nú gegn áformum ríkisstjórnarinnar um að taka kvótann af þeim í áföngum með svokallaðri fyrningarleið. Á stjórnarfundi LÍÚ fyrir jól var samþykkt að ef allt um þryti yrði flotanum siglt í land og hann bundinn við bryggju. Jón Bjarnason, landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra, segir útvegsmenn eiga sæti í starfshópi sem nú vinni að framtíðarskipan fiskveiðistjórnunarmála og sérstaklega því sem lúti að eignarhaldi og ráðstöfunarétti á aflaheimildum. Hann segir að þar geti þeir komið sínum áherslumálum á framfæri. „Ég hef ekki trú á því að LÍÚ víkist undan samfélagslegri ábyrgð og fari að sigla í land. Ég treysti þeim frekar til þess að koma og halda áfram í þessari umræðu. Þeir vita um stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum efnum. Vita hvað takast á við og ég treysti að þeir taki þátt í því starfi að fullri ábyrgð. Ég hef enga trú á því að LÍÚ sé neitt bættara með því að hóta einum né neinum í þessum efnum," segir Jón. Starfshópurinn skilar af sér áliti á næstu vikum. „Það er náttúrulega ljóst að það er engin sátt í samfélaginu um það fyrirkomulag á eignarhaldi sem nú er. Á því þarf að finnast betri lausn þannig að samfélagsleg sátt verði um," segir Jón. Stjórnarmenn í Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Verðandi í Vestmanneyjum, eru æva reiðir út í sjávarútvegsráðherra, fyrir ýmsar fyrirætlanir um breytta stöðu sjávarútvegsins. Nú síðast fyrir nýjar reglur um útflutning á óunnum fiski í gámum. Í greinargerð frá fundinum í gærkvöldi, segjast þeir vera sammála þeim félögum í LÍÚ, sem vilja sigla flotanum í land og fá hin ýmsu mál á hreint. Við núverandi aðstæður vilji engin fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi.
Tengdar fréttir LÍÚ samþykkti að sigla flotanum í land Útvegsmenn hafa samþykkt að fiskiskipaflotanum verði siglt í land og hann bundinn við bryggju láti ríkisstjórnin ekki af áformum um fyrningu kvótans. Stjórnvöld hafa verið látin vita af þessum áformum. 13. janúar 2010 18:22 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Sjá meira
LÍÚ samþykkti að sigla flotanum í land Útvegsmenn hafa samþykkt að fiskiskipaflotanum verði siglt í land og hann bundinn við bryggju láti ríkisstjórnin ekki af áformum um fyrningu kvótans. Stjórnvöld hafa verið látin vita af þessum áformum. 13. janúar 2010 18:22