Innlent

Mælt með sprautu fyrir ferðalög til Tajikistan

Ferðamenn á leið til Tajikistan sem ekki hafa verið bólusettir gegn lömunarveiki á undanförnum 10 árum er bent á að láta bólusetja sig áður en ferð hefst.
Ferðamenn á leið til Tajikistan sem ekki hafa verið bólusettir gegn lömunarveiki á undanförnum 10 árum er bent á að láta bólusetja sig áður en ferð hefst.
Sóttvarnalæknir hvetur þá sem eru á leiðinni til Tajikistan að bólusetja sig áður en haldið er af stað. Á þessu ári hafa 187 einstaklingar greinst með lömunarveiki í Tajikistan en lömunarveiki hefur ekki greinst þar síðan 2002. Á þessu ára hafa 12 látist í landinu vegna lömunarveiki, þar af 10 börn. Talið er að veiran hafi borist til Tajikistan frá Indlandi þar sem lömunarveiki er landlæg. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef landlæknisembættisins.

„Öllum sem ferðast til Tajikistan er bent á að huga vel að fyrri bólusetningum gegn lömunarveiki. Þeir sem ekki hafa verið bólusettir gegn lömunarveiki á undanförnum 10 árum er bent á að láta bólusetja sig áður en ferð hefst," segir í tilkynningunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×