Enski boltinn

Harry Redknapp: Þvílík tækni hjá stráknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, reif sína menn upp eftir bikartapið um helgina.
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, reif sína menn upp eftir bikartapið um helgina. Mynd/AFP
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, var kátur eftir 2-1 sigur Tottenham á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en með því minnkaði liðið forskot Manchester City í eitt stig í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í Meistaradeildina.

Harry Redknapp setti hinn 19 ára Danny Rose í byrjunarliðið í fyrsta sinn og strákurinn svaraði með því að koma Tottenham í 1-0 á 10. mínútu með glæsilegu viðstöðulausu skoti.

„Þvílík tækni hjá stráknum og þvílíkt mark," sagði Harry Redknapp, við BBC eftir leikinn.

„Arsenal spilaði vel í þessum leik og þeir voru mikið með boltann. Þeir fengu þó ekki mikið af færum fyrr en kannski undir lok leiksins," sagði Harry Redknapp.

Redknapp var ánægður með Ledley King sem átti stórleik í miðri vörn Tottenham í þessum leik.

„Ledley, hvað get ég sagt. Hann er einstakur. Hann var frábær fyrir okkur í kvöld," sagði stjórinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×