Íslenski boltinn

KR og Breiðablik í úrslit Lengjubikarsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik KR og Breiðabliks í sumar.
Úr leik KR og Breiðabliks í sumar. Mynd/Stefán

KR og Breiðablik munu eigast við í úrslitum Lengjubikarkeppninnar eftir að liðin unnu leiki sína í undanúrslitum í dag.

KR vann 3-0 sigur á Val í Egilshöllinni með mörkum Mark Rutgers, Björgólfs Takefusa og Kjartans Henry Finnbogasonar.

Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni eftir að Breiðablik og Fram höfðu skilið jöfn, 2-2, eftir framlengdan leik. Þessi lið mættust í úrslitum VISA-bikarkeppninnar í fyrra og rétt eins og þá höfðu Blikar betur í vítaspyrnukeppninni.

Hjálmar Þórarinsson kom Fram yfir en Rafn Andri Haraldsson jafnaði metin fyrir Breiðablik í lok fyrri hálfleiks. Í framlengingunni skoraði Olgeir Sigurgeirsson fyrst fyrir Blika en Kristinn Ingi Halldórsson jafnaði skömmu fyrri lok hennar.

Úrslitaleikurinn fer fram í Egilshöll næsta laugardag klukkan 16.00.

Allar upplýsingar um markaskorara eru fengnar af Fótbolta.net. Umfjöllun síðunnar um leikina má lesa hér og hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×