Fótbolti

Kolbeinn bjargaði stigi fyrir AZ Alkmaar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kolbeinn í landsleik gegn Þýskalandi.
Kolbeinn í landsleik gegn Þýskalandi.

Landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson opnaði markareikning sinn hjá hollenska félaginu AZ Alkmaar í dag er hann skoraði jöfnunarmark liðsins gegn Excelsior. Lokatölur leiksins, 1-1.

Kolbeinn kom af bekknum á 66. mínútu og tíu mínútum síðar var hann búinn að jafna leikinn.

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði AZ en var skipt af velli í hálfleik.

Þeir Kolbeinn og Jóhann Berg eru á sínu fyrsta ári með aðalliði AZ  og hafa farið vel af stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×