Umfjöllun: Karaktersigur Eyjamanna gegn Fylki Ari Erlingsson skrifar 29. ágúst 2010 13:59 ÍBV sigraði Fylki, 2-1, í Árbænum í kvöld og óhætt er að segja að sigurinn hafi verið sanngjarn. Þrátt fyrir að leika manni færri megnið af leiknum voru það Eyjamenn sem réðu ferðinni og máttlítil mótspyrna Fylkismanna gerði það að verkum að ekki mátti á milli sjá hvort liðið væri með 10 menn inn á vellinum. Eyjamenn halda því efsta sætinu um sinn og titilbaráttu framundan hjá þeim á meðan fallbaráttu basl blasir við Fylkismönnum. Jafnræði var með liðunum framan af og lítið markvert gerðist þar til á 29. mínútu. Þá var Alberti Sævarssyni markverði ÍBV vikið af velli fyrir að brjóta á Jóhanni Þórhallssyni sem sloppinn var einn inn fyrir vörn Eyjamanna. Rautt spjald og víti óumflýjanlegt í þessari stöðu. Jóhann tók vítið sjálfur og skoraði af öryggi fram hjá Elíasi Fannari Stefnissyni sem kominn var í markið. Merkilegt nokk þá var eins og þessar hremmingar hafi þjappað þeim hvitklæddu saman. ÍBV stjórnaði leiknum það sem eftir var fyrri hálfleiks og það kom því engum á óvart þegar Þórarinn Ingi Valdimarsson jafnaði metinn rétt fyrir leikhlé. Þórarinn skoraði af stuttu færi af fjærstöng eftir glæsilega fyrirgjöf utan af vinstri kant frá James Hurst. Staðan 1-1 í hálfleik. Seinni hálfleikur var tíðindalítill framan af en þó voru Eyjamenn ívið hættulegri. Þegar um það bil korter lifði leiks kom loks sigurmarkið. James Hurst fékk boltann út við vinstri kant þar sem hann rakti boltann inn á völlin, hlóð í skotið og knötturinn söng í netinu. Það sem eftir lifði leiks einbeittu Eyjamenn sér að því að verja forskotið á meðan Fylkismenn færðu sig aðeins framar á völlinn. Þrátt fyrir að vera manni fleiri og marki undir voru sóknaraðgerðir Fylkismanna lélegar og ómarkvissar og skapaðirst því lítil hætta upp við mark ÍBV. Leikurinn fjaraði því hægt og rólega út og sigur Eyjamanna því aldrei í teljandi hættu. Fylkir – ÍBV 1-2 1-0 Jóhann Þórhallsson (32.) 1-1 Þórarinn Ingi Valdimarsson (45.) 1-2 James Hurst (76.) Áhorfendur: 1767 Dómari : Einar Örn Daníelsson 8 Skot(á mark): 12-13 (4-4) Horn: -4-5 Aukaspyrnur fengnar: 12-17 Rangstöður: 1-2 Varin skot: Fjalar 2 - Albert: 1 Elías: 2 Fylkir(4-5-1) Fjalar Þorgeirsson 5 Kristján Valdimarsson 5 Valur Fannar Gíslason 5 Þórir Hannesson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 6 Ásgeir Örn Arnþórsson 5 (66., Pape Faye 4) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 4 Ólafur Ingi Stígsson 4 (46., Davíð Ásbjörnsson 5) Andrés Már Jóhannesson 4 (82., Albert Brynjar Ingason -) Ingimundur Níels Óskarsson 4 Jóhann Þórhallsson 6 ÍBV(4-3-3) Albert Sævarsson 4 Matt Nicholas Garner 6 Eiður Aron Sigurbjörnsson 5 Rasmus Christiansen 6James Hurst 8* maður leiksinsÞórarinn Ingi Valdimarsson 7 (76., Eyþór Helgi Birgisson - ) Andri Ólafsson 7 Finnur Ólafsson 6 Tony Maweje 5 Tryggvi Guðmundsson 7 (89., Gauti Þorvarðarsson -) Denis Sytnik 5 (30., Elías Fannar Stefnisson 6) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: Fylkir - ÍBV Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira
ÍBV sigraði Fylki, 2-1, í Árbænum í kvöld og óhætt er að segja að sigurinn hafi verið sanngjarn. Þrátt fyrir að leika manni færri megnið af leiknum voru það Eyjamenn sem réðu ferðinni og máttlítil mótspyrna Fylkismanna gerði það að verkum að ekki mátti á milli sjá hvort liðið væri með 10 menn inn á vellinum. Eyjamenn halda því efsta sætinu um sinn og titilbaráttu framundan hjá þeim á meðan fallbaráttu basl blasir við Fylkismönnum. Jafnræði var með liðunum framan af og lítið markvert gerðist þar til á 29. mínútu. Þá var Alberti Sævarssyni markverði ÍBV vikið af velli fyrir að brjóta á Jóhanni Þórhallssyni sem sloppinn var einn inn fyrir vörn Eyjamanna. Rautt spjald og víti óumflýjanlegt í þessari stöðu. Jóhann tók vítið sjálfur og skoraði af öryggi fram hjá Elíasi Fannari Stefnissyni sem kominn var í markið. Merkilegt nokk þá var eins og þessar hremmingar hafi þjappað þeim hvitklæddu saman. ÍBV stjórnaði leiknum það sem eftir var fyrri hálfleiks og það kom því engum á óvart þegar Þórarinn Ingi Valdimarsson jafnaði metinn rétt fyrir leikhlé. Þórarinn skoraði af stuttu færi af fjærstöng eftir glæsilega fyrirgjöf utan af vinstri kant frá James Hurst. Staðan 1-1 í hálfleik. Seinni hálfleikur var tíðindalítill framan af en þó voru Eyjamenn ívið hættulegri. Þegar um það bil korter lifði leiks kom loks sigurmarkið. James Hurst fékk boltann út við vinstri kant þar sem hann rakti boltann inn á völlin, hlóð í skotið og knötturinn söng í netinu. Það sem eftir lifði leiks einbeittu Eyjamenn sér að því að verja forskotið á meðan Fylkismenn færðu sig aðeins framar á völlinn. Þrátt fyrir að vera manni fleiri og marki undir voru sóknaraðgerðir Fylkismanna lélegar og ómarkvissar og skapaðirst því lítil hætta upp við mark ÍBV. Leikurinn fjaraði því hægt og rólega út og sigur Eyjamanna því aldrei í teljandi hættu. Fylkir – ÍBV 1-2 1-0 Jóhann Þórhallsson (32.) 1-1 Þórarinn Ingi Valdimarsson (45.) 1-2 James Hurst (76.) Áhorfendur: 1767 Dómari : Einar Örn Daníelsson 8 Skot(á mark): 12-13 (4-4) Horn: -4-5 Aukaspyrnur fengnar: 12-17 Rangstöður: 1-2 Varin skot: Fjalar 2 - Albert: 1 Elías: 2 Fylkir(4-5-1) Fjalar Þorgeirsson 5 Kristján Valdimarsson 5 Valur Fannar Gíslason 5 Þórir Hannesson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 6 Ásgeir Örn Arnþórsson 5 (66., Pape Faye 4) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 4 Ólafur Ingi Stígsson 4 (46., Davíð Ásbjörnsson 5) Andrés Már Jóhannesson 4 (82., Albert Brynjar Ingason -) Ingimundur Níels Óskarsson 4 Jóhann Þórhallsson 6 ÍBV(4-3-3) Albert Sævarsson 4 Matt Nicholas Garner 6 Eiður Aron Sigurbjörnsson 5 Rasmus Christiansen 6James Hurst 8* maður leiksinsÞórarinn Ingi Valdimarsson 7 (76., Eyþór Helgi Birgisson - ) Andri Ólafsson 7 Finnur Ólafsson 6 Tony Maweje 5 Tryggvi Guðmundsson 7 (89., Gauti Þorvarðarsson -) Denis Sytnik 5 (30., Elías Fannar Stefnisson 6) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: Fylkir - ÍBV
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira