Umfjöllun: Karaktersigur Eyjamanna gegn Fylki Ari Erlingsson skrifar 29. ágúst 2010 13:59 ÍBV sigraði Fylki, 2-1, í Árbænum í kvöld og óhætt er að segja að sigurinn hafi verið sanngjarn. Þrátt fyrir að leika manni færri megnið af leiknum voru það Eyjamenn sem réðu ferðinni og máttlítil mótspyrna Fylkismanna gerði það að verkum að ekki mátti á milli sjá hvort liðið væri með 10 menn inn á vellinum. Eyjamenn halda því efsta sætinu um sinn og titilbaráttu framundan hjá þeim á meðan fallbaráttu basl blasir við Fylkismönnum. Jafnræði var með liðunum framan af og lítið markvert gerðist þar til á 29. mínútu. Þá var Alberti Sævarssyni markverði ÍBV vikið af velli fyrir að brjóta á Jóhanni Þórhallssyni sem sloppinn var einn inn fyrir vörn Eyjamanna. Rautt spjald og víti óumflýjanlegt í þessari stöðu. Jóhann tók vítið sjálfur og skoraði af öryggi fram hjá Elíasi Fannari Stefnissyni sem kominn var í markið. Merkilegt nokk þá var eins og þessar hremmingar hafi þjappað þeim hvitklæddu saman. ÍBV stjórnaði leiknum það sem eftir var fyrri hálfleiks og það kom því engum á óvart þegar Þórarinn Ingi Valdimarsson jafnaði metinn rétt fyrir leikhlé. Þórarinn skoraði af stuttu færi af fjærstöng eftir glæsilega fyrirgjöf utan af vinstri kant frá James Hurst. Staðan 1-1 í hálfleik. Seinni hálfleikur var tíðindalítill framan af en þó voru Eyjamenn ívið hættulegri. Þegar um það bil korter lifði leiks kom loks sigurmarkið. James Hurst fékk boltann út við vinstri kant þar sem hann rakti boltann inn á völlin, hlóð í skotið og knötturinn söng í netinu. Það sem eftir lifði leiks einbeittu Eyjamenn sér að því að verja forskotið á meðan Fylkismenn færðu sig aðeins framar á völlinn. Þrátt fyrir að vera manni fleiri og marki undir voru sóknaraðgerðir Fylkismanna lélegar og ómarkvissar og skapaðirst því lítil hætta upp við mark ÍBV. Leikurinn fjaraði því hægt og rólega út og sigur Eyjamanna því aldrei í teljandi hættu. Fylkir – ÍBV 1-2 1-0 Jóhann Þórhallsson (32.) 1-1 Þórarinn Ingi Valdimarsson (45.) 1-2 James Hurst (76.) Áhorfendur: 1767 Dómari : Einar Örn Daníelsson 8 Skot(á mark): 12-13 (4-4) Horn: -4-5 Aukaspyrnur fengnar: 12-17 Rangstöður: 1-2 Varin skot: Fjalar 2 - Albert: 1 Elías: 2 Fylkir(4-5-1) Fjalar Þorgeirsson 5 Kristján Valdimarsson 5 Valur Fannar Gíslason 5 Þórir Hannesson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 6 Ásgeir Örn Arnþórsson 5 (66., Pape Faye 4) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 4 Ólafur Ingi Stígsson 4 (46., Davíð Ásbjörnsson 5) Andrés Már Jóhannesson 4 (82., Albert Brynjar Ingason -) Ingimundur Níels Óskarsson 4 Jóhann Þórhallsson 6 ÍBV(4-3-3) Albert Sævarsson 4 Matt Nicholas Garner 6 Eiður Aron Sigurbjörnsson 5 Rasmus Christiansen 6James Hurst 8* maður leiksinsÞórarinn Ingi Valdimarsson 7 (76., Eyþór Helgi Birgisson - ) Andri Ólafsson 7 Finnur Ólafsson 6 Tony Maweje 5 Tryggvi Guðmundsson 7 (89., Gauti Þorvarðarsson -) Denis Sytnik 5 (30., Elías Fannar Stefnisson 6) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: Fylkir - ÍBV Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Sjá meira
ÍBV sigraði Fylki, 2-1, í Árbænum í kvöld og óhætt er að segja að sigurinn hafi verið sanngjarn. Þrátt fyrir að leika manni færri megnið af leiknum voru það Eyjamenn sem réðu ferðinni og máttlítil mótspyrna Fylkismanna gerði það að verkum að ekki mátti á milli sjá hvort liðið væri með 10 menn inn á vellinum. Eyjamenn halda því efsta sætinu um sinn og titilbaráttu framundan hjá þeim á meðan fallbaráttu basl blasir við Fylkismönnum. Jafnræði var með liðunum framan af og lítið markvert gerðist þar til á 29. mínútu. Þá var Alberti Sævarssyni markverði ÍBV vikið af velli fyrir að brjóta á Jóhanni Þórhallssyni sem sloppinn var einn inn fyrir vörn Eyjamanna. Rautt spjald og víti óumflýjanlegt í þessari stöðu. Jóhann tók vítið sjálfur og skoraði af öryggi fram hjá Elíasi Fannari Stefnissyni sem kominn var í markið. Merkilegt nokk þá var eins og þessar hremmingar hafi þjappað þeim hvitklæddu saman. ÍBV stjórnaði leiknum það sem eftir var fyrri hálfleiks og það kom því engum á óvart þegar Þórarinn Ingi Valdimarsson jafnaði metinn rétt fyrir leikhlé. Þórarinn skoraði af stuttu færi af fjærstöng eftir glæsilega fyrirgjöf utan af vinstri kant frá James Hurst. Staðan 1-1 í hálfleik. Seinni hálfleikur var tíðindalítill framan af en þó voru Eyjamenn ívið hættulegri. Þegar um það bil korter lifði leiks kom loks sigurmarkið. James Hurst fékk boltann út við vinstri kant þar sem hann rakti boltann inn á völlin, hlóð í skotið og knötturinn söng í netinu. Það sem eftir lifði leiks einbeittu Eyjamenn sér að því að verja forskotið á meðan Fylkismenn færðu sig aðeins framar á völlinn. Þrátt fyrir að vera manni fleiri og marki undir voru sóknaraðgerðir Fylkismanna lélegar og ómarkvissar og skapaðirst því lítil hætta upp við mark ÍBV. Leikurinn fjaraði því hægt og rólega út og sigur Eyjamanna því aldrei í teljandi hættu. Fylkir – ÍBV 1-2 1-0 Jóhann Þórhallsson (32.) 1-1 Þórarinn Ingi Valdimarsson (45.) 1-2 James Hurst (76.) Áhorfendur: 1767 Dómari : Einar Örn Daníelsson 8 Skot(á mark): 12-13 (4-4) Horn: -4-5 Aukaspyrnur fengnar: 12-17 Rangstöður: 1-2 Varin skot: Fjalar 2 - Albert: 1 Elías: 2 Fylkir(4-5-1) Fjalar Þorgeirsson 5 Kristján Valdimarsson 5 Valur Fannar Gíslason 5 Þórir Hannesson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 6 Ásgeir Örn Arnþórsson 5 (66., Pape Faye 4) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 4 Ólafur Ingi Stígsson 4 (46., Davíð Ásbjörnsson 5) Andrés Már Jóhannesson 4 (82., Albert Brynjar Ingason -) Ingimundur Níels Óskarsson 4 Jóhann Þórhallsson 6 ÍBV(4-3-3) Albert Sævarsson 4 Matt Nicholas Garner 6 Eiður Aron Sigurbjörnsson 5 Rasmus Christiansen 6James Hurst 8* maður leiksinsÞórarinn Ingi Valdimarsson 7 (76., Eyþór Helgi Birgisson - ) Andri Ólafsson 7 Finnur Ólafsson 6 Tony Maweje 5 Tryggvi Guðmundsson 7 (89., Gauti Þorvarðarsson -) Denis Sytnik 5 (30., Elías Fannar Stefnisson 6) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: Fylkir - ÍBV
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Sjá meira