Umfjöllun: Karaktersigur Eyjamanna gegn Fylki Ari Erlingsson skrifar 29. ágúst 2010 13:59 ÍBV sigraði Fylki, 2-1, í Árbænum í kvöld og óhætt er að segja að sigurinn hafi verið sanngjarn. Þrátt fyrir að leika manni færri megnið af leiknum voru það Eyjamenn sem réðu ferðinni og máttlítil mótspyrna Fylkismanna gerði það að verkum að ekki mátti á milli sjá hvort liðið væri með 10 menn inn á vellinum. Eyjamenn halda því efsta sætinu um sinn og titilbaráttu framundan hjá þeim á meðan fallbaráttu basl blasir við Fylkismönnum. Jafnræði var með liðunum framan af og lítið markvert gerðist þar til á 29. mínútu. Þá var Alberti Sævarssyni markverði ÍBV vikið af velli fyrir að brjóta á Jóhanni Þórhallssyni sem sloppinn var einn inn fyrir vörn Eyjamanna. Rautt spjald og víti óumflýjanlegt í þessari stöðu. Jóhann tók vítið sjálfur og skoraði af öryggi fram hjá Elíasi Fannari Stefnissyni sem kominn var í markið. Merkilegt nokk þá var eins og þessar hremmingar hafi þjappað þeim hvitklæddu saman. ÍBV stjórnaði leiknum það sem eftir var fyrri hálfleiks og það kom því engum á óvart þegar Þórarinn Ingi Valdimarsson jafnaði metinn rétt fyrir leikhlé. Þórarinn skoraði af stuttu færi af fjærstöng eftir glæsilega fyrirgjöf utan af vinstri kant frá James Hurst. Staðan 1-1 í hálfleik. Seinni hálfleikur var tíðindalítill framan af en þó voru Eyjamenn ívið hættulegri. Þegar um það bil korter lifði leiks kom loks sigurmarkið. James Hurst fékk boltann út við vinstri kant þar sem hann rakti boltann inn á völlin, hlóð í skotið og knötturinn söng í netinu. Það sem eftir lifði leiks einbeittu Eyjamenn sér að því að verja forskotið á meðan Fylkismenn færðu sig aðeins framar á völlinn. Þrátt fyrir að vera manni fleiri og marki undir voru sóknaraðgerðir Fylkismanna lélegar og ómarkvissar og skapaðirst því lítil hætta upp við mark ÍBV. Leikurinn fjaraði því hægt og rólega út og sigur Eyjamanna því aldrei í teljandi hættu. Fylkir – ÍBV 1-2 1-0 Jóhann Þórhallsson (32.) 1-1 Þórarinn Ingi Valdimarsson (45.) 1-2 James Hurst (76.) Áhorfendur: 1767 Dómari : Einar Örn Daníelsson 8 Skot(á mark): 12-13 (4-4) Horn: -4-5 Aukaspyrnur fengnar: 12-17 Rangstöður: 1-2 Varin skot: Fjalar 2 - Albert: 1 Elías: 2 Fylkir(4-5-1) Fjalar Þorgeirsson 5 Kristján Valdimarsson 5 Valur Fannar Gíslason 5 Þórir Hannesson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 6 Ásgeir Örn Arnþórsson 5 (66., Pape Faye 4) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 4 Ólafur Ingi Stígsson 4 (46., Davíð Ásbjörnsson 5) Andrés Már Jóhannesson 4 (82., Albert Brynjar Ingason -) Ingimundur Níels Óskarsson 4 Jóhann Þórhallsson 6 ÍBV(4-3-3) Albert Sævarsson 4 Matt Nicholas Garner 6 Eiður Aron Sigurbjörnsson 5 Rasmus Christiansen 6James Hurst 8* maður leiksinsÞórarinn Ingi Valdimarsson 7 (76., Eyþór Helgi Birgisson - ) Andri Ólafsson 7 Finnur Ólafsson 6 Tony Maweje 5 Tryggvi Guðmundsson 7 (89., Gauti Þorvarðarsson -) Denis Sytnik 5 (30., Elías Fannar Stefnisson 6) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: Fylkir - ÍBV Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
ÍBV sigraði Fylki, 2-1, í Árbænum í kvöld og óhætt er að segja að sigurinn hafi verið sanngjarn. Þrátt fyrir að leika manni færri megnið af leiknum voru það Eyjamenn sem réðu ferðinni og máttlítil mótspyrna Fylkismanna gerði það að verkum að ekki mátti á milli sjá hvort liðið væri með 10 menn inn á vellinum. Eyjamenn halda því efsta sætinu um sinn og titilbaráttu framundan hjá þeim á meðan fallbaráttu basl blasir við Fylkismönnum. Jafnræði var með liðunum framan af og lítið markvert gerðist þar til á 29. mínútu. Þá var Alberti Sævarssyni markverði ÍBV vikið af velli fyrir að brjóta á Jóhanni Þórhallssyni sem sloppinn var einn inn fyrir vörn Eyjamanna. Rautt spjald og víti óumflýjanlegt í þessari stöðu. Jóhann tók vítið sjálfur og skoraði af öryggi fram hjá Elíasi Fannari Stefnissyni sem kominn var í markið. Merkilegt nokk þá var eins og þessar hremmingar hafi þjappað þeim hvitklæddu saman. ÍBV stjórnaði leiknum það sem eftir var fyrri hálfleiks og það kom því engum á óvart þegar Þórarinn Ingi Valdimarsson jafnaði metinn rétt fyrir leikhlé. Þórarinn skoraði af stuttu færi af fjærstöng eftir glæsilega fyrirgjöf utan af vinstri kant frá James Hurst. Staðan 1-1 í hálfleik. Seinni hálfleikur var tíðindalítill framan af en þó voru Eyjamenn ívið hættulegri. Þegar um það bil korter lifði leiks kom loks sigurmarkið. James Hurst fékk boltann út við vinstri kant þar sem hann rakti boltann inn á völlin, hlóð í skotið og knötturinn söng í netinu. Það sem eftir lifði leiks einbeittu Eyjamenn sér að því að verja forskotið á meðan Fylkismenn færðu sig aðeins framar á völlinn. Þrátt fyrir að vera manni fleiri og marki undir voru sóknaraðgerðir Fylkismanna lélegar og ómarkvissar og skapaðirst því lítil hætta upp við mark ÍBV. Leikurinn fjaraði því hægt og rólega út og sigur Eyjamanna því aldrei í teljandi hættu. Fylkir – ÍBV 1-2 1-0 Jóhann Þórhallsson (32.) 1-1 Þórarinn Ingi Valdimarsson (45.) 1-2 James Hurst (76.) Áhorfendur: 1767 Dómari : Einar Örn Daníelsson 8 Skot(á mark): 12-13 (4-4) Horn: -4-5 Aukaspyrnur fengnar: 12-17 Rangstöður: 1-2 Varin skot: Fjalar 2 - Albert: 1 Elías: 2 Fylkir(4-5-1) Fjalar Þorgeirsson 5 Kristján Valdimarsson 5 Valur Fannar Gíslason 5 Þórir Hannesson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 6 Ásgeir Örn Arnþórsson 5 (66., Pape Faye 4) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 4 Ólafur Ingi Stígsson 4 (46., Davíð Ásbjörnsson 5) Andrés Már Jóhannesson 4 (82., Albert Brynjar Ingason -) Ingimundur Níels Óskarsson 4 Jóhann Þórhallsson 6 ÍBV(4-3-3) Albert Sævarsson 4 Matt Nicholas Garner 6 Eiður Aron Sigurbjörnsson 5 Rasmus Christiansen 6James Hurst 8* maður leiksinsÞórarinn Ingi Valdimarsson 7 (76., Eyþór Helgi Birgisson - ) Andri Ólafsson 7 Finnur Ólafsson 6 Tony Maweje 5 Tryggvi Guðmundsson 7 (89., Gauti Þorvarðarsson -) Denis Sytnik 5 (30., Elías Fannar Stefnisson 6) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: Fylkir - ÍBV
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira