Umfjöllun: Karaktersigur Eyjamanna gegn Fylki Ari Erlingsson skrifar 29. ágúst 2010 13:59 ÍBV sigraði Fylki, 2-1, í Árbænum í kvöld og óhætt er að segja að sigurinn hafi verið sanngjarn. Þrátt fyrir að leika manni færri megnið af leiknum voru það Eyjamenn sem réðu ferðinni og máttlítil mótspyrna Fylkismanna gerði það að verkum að ekki mátti á milli sjá hvort liðið væri með 10 menn inn á vellinum. Eyjamenn halda því efsta sætinu um sinn og titilbaráttu framundan hjá þeim á meðan fallbaráttu basl blasir við Fylkismönnum. Jafnræði var með liðunum framan af og lítið markvert gerðist þar til á 29. mínútu. Þá var Alberti Sævarssyni markverði ÍBV vikið af velli fyrir að brjóta á Jóhanni Þórhallssyni sem sloppinn var einn inn fyrir vörn Eyjamanna. Rautt spjald og víti óumflýjanlegt í þessari stöðu. Jóhann tók vítið sjálfur og skoraði af öryggi fram hjá Elíasi Fannari Stefnissyni sem kominn var í markið. Merkilegt nokk þá var eins og þessar hremmingar hafi þjappað þeim hvitklæddu saman. ÍBV stjórnaði leiknum það sem eftir var fyrri hálfleiks og það kom því engum á óvart þegar Þórarinn Ingi Valdimarsson jafnaði metinn rétt fyrir leikhlé. Þórarinn skoraði af stuttu færi af fjærstöng eftir glæsilega fyrirgjöf utan af vinstri kant frá James Hurst. Staðan 1-1 í hálfleik. Seinni hálfleikur var tíðindalítill framan af en þó voru Eyjamenn ívið hættulegri. Þegar um það bil korter lifði leiks kom loks sigurmarkið. James Hurst fékk boltann út við vinstri kant þar sem hann rakti boltann inn á völlin, hlóð í skotið og knötturinn söng í netinu. Það sem eftir lifði leiks einbeittu Eyjamenn sér að því að verja forskotið á meðan Fylkismenn færðu sig aðeins framar á völlinn. Þrátt fyrir að vera manni fleiri og marki undir voru sóknaraðgerðir Fylkismanna lélegar og ómarkvissar og skapaðirst því lítil hætta upp við mark ÍBV. Leikurinn fjaraði því hægt og rólega út og sigur Eyjamanna því aldrei í teljandi hættu. Fylkir – ÍBV 1-2 1-0 Jóhann Þórhallsson (32.) 1-1 Þórarinn Ingi Valdimarsson (45.) 1-2 James Hurst (76.) Áhorfendur: 1767 Dómari : Einar Örn Daníelsson 8 Skot(á mark): 12-13 (4-4) Horn: -4-5 Aukaspyrnur fengnar: 12-17 Rangstöður: 1-2 Varin skot: Fjalar 2 - Albert: 1 Elías: 2 Fylkir(4-5-1) Fjalar Þorgeirsson 5 Kristján Valdimarsson 5 Valur Fannar Gíslason 5 Þórir Hannesson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 6 Ásgeir Örn Arnþórsson 5 (66., Pape Faye 4) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 4 Ólafur Ingi Stígsson 4 (46., Davíð Ásbjörnsson 5) Andrés Már Jóhannesson 4 (82., Albert Brynjar Ingason -) Ingimundur Níels Óskarsson 4 Jóhann Þórhallsson 6 ÍBV(4-3-3) Albert Sævarsson 4 Matt Nicholas Garner 6 Eiður Aron Sigurbjörnsson 5 Rasmus Christiansen 6James Hurst 8* maður leiksinsÞórarinn Ingi Valdimarsson 7 (76., Eyþór Helgi Birgisson - ) Andri Ólafsson 7 Finnur Ólafsson 6 Tony Maweje 5 Tryggvi Guðmundsson 7 (89., Gauti Þorvarðarsson -) Denis Sytnik 5 (30., Elías Fannar Stefnisson 6) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: Fylkir - ÍBV Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
ÍBV sigraði Fylki, 2-1, í Árbænum í kvöld og óhætt er að segja að sigurinn hafi verið sanngjarn. Þrátt fyrir að leika manni færri megnið af leiknum voru það Eyjamenn sem réðu ferðinni og máttlítil mótspyrna Fylkismanna gerði það að verkum að ekki mátti á milli sjá hvort liðið væri með 10 menn inn á vellinum. Eyjamenn halda því efsta sætinu um sinn og titilbaráttu framundan hjá þeim á meðan fallbaráttu basl blasir við Fylkismönnum. Jafnræði var með liðunum framan af og lítið markvert gerðist þar til á 29. mínútu. Þá var Alberti Sævarssyni markverði ÍBV vikið af velli fyrir að brjóta á Jóhanni Þórhallssyni sem sloppinn var einn inn fyrir vörn Eyjamanna. Rautt spjald og víti óumflýjanlegt í þessari stöðu. Jóhann tók vítið sjálfur og skoraði af öryggi fram hjá Elíasi Fannari Stefnissyni sem kominn var í markið. Merkilegt nokk þá var eins og þessar hremmingar hafi þjappað þeim hvitklæddu saman. ÍBV stjórnaði leiknum það sem eftir var fyrri hálfleiks og það kom því engum á óvart þegar Þórarinn Ingi Valdimarsson jafnaði metinn rétt fyrir leikhlé. Þórarinn skoraði af stuttu færi af fjærstöng eftir glæsilega fyrirgjöf utan af vinstri kant frá James Hurst. Staðan 1-1 í hálfleik. Seinni hálfleikur var tíðindalítill framan af en þó voru Eyjamenn ívið hættulegri. Þegar um það bil korter lifði leiks kom loks sigurmarkið. James Hurst fékk boltann út við vinstri kant þar sem hann rakti boltann inn á völlin, hlóð í skotið og knötturinn söng í netinu. Það sem eftir lifði leiks einbeittu Eyjamenn sér að því að verja forskotið á meðan Fylkismenn færðu sig aðeins framar á völlinn. Þrátt fyrir að vera manni fleiri og marki undir voru sóknaraðgerðir Fylkismanna lélegar og ómarkvissar og skapaðirst því lítil hætta upp við mark ÍBV. Leikurinn fjaraði því hægt og rólega út og sigur Eyjamanna því aldrei í teljandi hættu. Fylkir – ÍBV 1-2 1-0 Jóhann Þórhallsson (32.) 1-1 Þórarinn Ingi Valdimarsson (45.) 1-2 James Hurst (76.) Áhorfendur: 1767 Dómari : Einar Örn Daníelsson 8 Skot(á mark): 12-13 (4-4) Horn: -4-5 Aukaspyrnur fengnar: 12-17 Rangstöður: 1-2 Varin skot: Fjalar 2 - Albert: 1 Elías: 2 Fylkir(4-5-1) Fjalar Þorgeirsson 5 Kristján Valdimarsson 5 Valur Fannar Gíslason 5 Þórir Hannesson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 6 Ásgeir Örn Arnþórsson 5 (66., Pape Faye 4) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 4 Ólafur Ingi Stígsson 4 (46., Davíð Ásbjörnsson 5) Andrés Már Jóhannesson 4 (82., Albert Brynjar Ingason -) Ingimundur Níels Óskarsson 4 Jóhann Þórhallsson 6 ÍBV(4-3-3) Albert Sævarsson 4 Matt Nicholas Garner 6 Eiður Aron Sigurbjörnsson 5 Rasmus Christiansen 6James Hurst 8* maður leiksinsÞórarinn Ingi Valdimarsson 7 (76., Eyþór Helgi Birgisson - ) Andri Ólafsson 7 Finnur Ólafsson 6 Tony Maweje 5 Tryggvi Guðmundsson 7 (89., Gauti Þorvarðarsson -) Denis Sytnik 5 (30., Elías Fannar Stefnisson 6) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: Fylkir - ÍBV
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn