Innlent

Syngur Rómeó og Júlíu til styrktar krabbameinssjúkum börnum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Friðrik Ómar kemur fram á tónleikunum. Mynd/ GVA.
Friðrik Ómar kemur fram á tónleikunum. Mynd/ GVA.
Það verður blásið til stórveislu í Háskólabíói á laugardaginn þegar margir af helstu listamönnum þjóðarinnar koma fram á tónleikum til stuðnings Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna.

Á meðal þeirra sem fram koma á tónleikunum er enginn annar en Friðrik Ómar Hjörleifsson stórsöngvari. „Ég kem fram með Ragnheiði Gröndal og við syngjum lag sem hefur verið mikið í spilun núna og er á plötunni okkar Jogvans, Vinalög, Svo mætir Jogvan á svæðið og við ætlum að syngja Rómeó og Júlía eftir Bubba," segir Friðrik Ómar.

„Ég tók þátt í þessu í hiteðfyrra, að ég held að það hafi verið. Fyrir utan það að þetta er gott málefni að þá eru þetta flottir tónleikar," segir Friðrik Ómar.

Tónleikarnir verða á laugardaginn klukkan fjögur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×