Innlent

Mikill áhugi á orkuframleiðslu

Góð þátttaka var á námskeiðinu Orkubóndanum í Árborg þar sem myndin var tekin.
Góð þátttaka var á námskeiðinu Orkubóndanum í Árborg þar sem myndin var tekin.
Ríflega 130 manns hafa skráð sig á námskeiðið Orkubóndann sem haldið verður á Egilsstöðum í dag og er þetta metþátttaka í námskeiðinu sem er fyrir áhugafólk um orkuvirkjun.

Að sögn Bjarna Ellerts Ísleifssonar, verkefnastjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, má skýra mikinn áhuga á námskeiðinu fyrir austan annars vegar af mikilli þátttöku menntaskólanema, en sjötíu nemar þáðu boð um að sitja fyrri námskeiðsdaginn.

„Það er mjög misjafnt í hvaða pælingum þátttakendur eru, sumir eru að velta fyrir sér að gera eigin virkjun, aðrir að hugsa um hvernig hægt sé að spara rafmagn heima hjá sér,“ segir Bjarni. - sbt



Fleiri fréttir

Sjá meira


×