Innlent

Óvissa með nýjar virkjanir

Kannað verður á vormánuðum hvort fjármagn fæst á viðunandi kjörum til að hægt sé að hefja framkvæmdir að nýju við Búðarhálsvirkjun.
Kannað verður á vormánuðum hvort fjármagn fæst á viðunandi kjörum til að hægt sé að hefja framkvæmdir að nýju við Búðarhálsvirkjun.
Breytt lánshæfismat íslenska ríkisins í kjölfar synjunar forseta Íslands á lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave gæti haft áhrif á lánsfjáraðgengi Landsvirkjunar, og setur þar með áform um nýjar virkjanir í uppnám, segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar.

Hann segir sterka lausafjárstöðu fyrirtækisins tryggja að hægt sé að standa við allar núverandi skuldbindingar til ársins 2012. Lausafé Landsvirkjunar í lok árs hafi numið 415 milljónum Bandaríkjadala, sem jafngildi um 50 milljörðum króna.

Ekki hefur orðið breyting á lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar. Engin ákvæði eru í lánasamningum fyrirtækisins um breytingar á vöxtum þótt lánshæfiseinkunn lækki frekar, segir Þorsteinn.

Breytt lánshæfismat ríkisins mun þó að líkindum gera það að verkum að erfiðara verður að fjármagna nýjar framkvæmdir, til dæmis Búðarhálsvirkjun.

Talað hefur verið um að orka frá virkjuninni verði notuð til að knýja stækkun á álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík, segir Þorsteinn. Nú sé óvíst hvort og hvenær verði farið í þá framkvæmd. Kannað verði á vormánuðum hvort fjármagn fáist, og á hvaða kjörum. Óábyrgt væri að nýta lausafé fyrirtækisins til annars en að standa undir núverandi skuldbindingum. - bj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×