Forseti og frú í opinbera heimsókn til Indlands 12. janúar 2010 11:22 Opinber heimsókn forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar til Indlands hófst í morgun, þriðjudaginn 12. janúar, í Mumbai en í heimsókninni fer forseti einnig til Delhi og Bangalore. Í tilkynningu frá forsetaembættinu segir að forseti Íslands muni eiga fundi með forseta Indlands frú Patibha Patil og varaforseta landsins Mohammad Hamid Ansari sem og forsætisráðherranum Manmohan Singh, utanríkisráðherranum og fjölda annarra ráðamanna. „Þá mun forseti taka við Nehru verðlaununum við hátíðlega athöfn í Delhi. Í fylgd með forseta eru Dorrit Moussaieff forsetafrú, embættismenn, vísindamenn og sérfræðingar við Háskóla Íslands, forystumenn í orkumálum sem og fulltrúar ýmissa íslenskra fyrirtækja," segir ennfremur en Dorrit fagnar í dag sextugsafmæli sínu. „Útflutningsráð hefur unnið að skipulagningu þess þáttar heimsóknarinnar og er Jón Ásbergsson framkvæmdastjóri Útflutningsráðs með í för. Í morgun hófst heimsóknin með málþingi sem haldið var á vegum indverska viðskiptaráðsins þar sem fjallað var um margvísleg verkefni á sviði tækni, orku og viðskipta sem íslenskir og indverskir aðilar vinna nú að," segir ennfremur og bætt við að við lok málþingsins hafi samningur á milli íslenska jarðhitafyrirtækisins Reykjavik Geothermal og indverska orkufyrirtækisins Thermax um jarðhitarannsóknir á Indlandi og samningur milli orkutæknifyrirtækisins Marorku og Unique Maritime Group á Indlandi, verið undirritaðir. Að því loknu heimsóttu forsetahjónin skóla fyrir fátæk börn þar sem áhersla er lögð á tölvuþekkingu og samfélagsfræði. „Síðan fóru þau í endurhæfingarstöð þar sem fyrirtækið Össur kynnti framleiðsluvörur sínar og hvernig þær geta gagnast fólki sem orðið hefur fyrir slysi, glímir við sjúkdóma eða fötlun." Heimsækja Bollywood Í kvöld heldur ríkisstjóri Maharastra fylkis hátíðarkvöldverð til heiðurs forseta Íslands þar sem fjöldi Íslendinga verður meðal gesta. Á morgun verður sérstök kynning á möguleikum indverskra kvikmyndafyrirtækja til að nýta Ísland sem vettvang fyrir töku á kvikmyndaatriðum eða heilum kvikmyndum. Á Indlandi eru framleiddar fleiri kvikmyndir en í nokkru öðru landi í veröldinni og hafa hin öflugu kvikmyndafyrirtæki í vaxandi mæli leitað til annarra landa þar sem völ er á einstæðri náttúru og hæfileikaríku samstarfsfólki. Fulltrúar íslenskra kvikmyndafyrirtækja munu taka þátt í þeirri kynningu. Samkvæmt tilkynningunni verða aðaldagar opinberu heimsóknarinnar í Delhi fimmtudaginn 14. og föstudaginn 15. janúar. „Sá hluti heimsóknarinnar hefst með hátíðarmóttöku við forsetahöllina þar sem forseti og forsetisráðherra Indlands taka á móti forseta Íslands. Síðan mun forseti leggja blómsveig frá íslensku þjóðinni að leiði Mahatma Gandhi. Að því loknu hefjast fundir með indverskum ráðamönnum og forystumönnum í viðskiptalífi." Tekur við Nehru verðlaununum Síðdegis þann dag verður sérstök hátíðarsamkoma þar sem forsetinn mun taka við Nehru verðlaununum að viðstöddum fjölda indverskra ráðamanna. „Um kvöldið býður forseti Indlands til hátíðarkvöldverðar til heiðurs forseta Íslands í forsetahöllinni í Delhi." Föstudaginn 15. janúar verða haldin í Delhi tvö málþing. Það fyrra fjallar um samvinnu Íslands og Indlands á sviði endurnýjanlegrar orku þar sem Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri og fleiri íslenskir sérfræðingar munu halda erindi ásamt dr. Pachauri Nóbelsverðlaunahafa og formanni Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC). Síðara málþingið mun fjalla um loftslagsbreytingar, bráðnun jökla og jarðvegsrannsóknir í Himalayafjöllum en þar munu íslenskir sérfræðingar, m.a. dr. Guðrún Gísladóttir prófessor við Háskóla Íslands, flytja erindi. Þá mun dr. Ólafur Þ. Harðarson prófessor halda fyrirlestur við Nehruháskólann í Delhi en Háskóli Íslands hefur lagt áherslu á aukna samvinnu við indverska háskóla. Síðasta degi heimsóknarinnar verður varið í Bangalore þar sem forseti mun heimsækja fyrirtæki í upplýsingatækni og lyfjarannsóknafyrirtækið Lotus sem Actavis rekur þar í borg ásamt því að eiga viðræður og sitja boð ríkisstjóra Karnataka fylkis. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Opinber heimsókn forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar til Indlands hófst í morgun, þriðjudaginn 12. janúar, í Mumbai en í heimsókninni fer forseti einnig til Delhi og Bangalore. Í tilkynningu frá forsetaembættinu segir að forseti Íslands muni eiga fundi með forseta Indlands frú Patibha Patil og varaforseta landsins Mohammad Hamid Ansari sem og forsætisráðherranum Manmohan Singh, utanríkisráðherranum og fjölda annarra ráðamanna. „Þá mun forseti taka við Nehru verðlaununum við hátíðlega athöfn í Delhi. Í fylgd með forseta eru Dorrit Moussaieff forsetafrú, embættismenn, vísindamenn og sérfræðingar við Háskóla Íslands, forystumenn í orkumálum sem og fulltrúar ýmissa íslenskra fyrirtækja," segir ennfremur en Dorrit fagnar í dag sextugsafmæli sínu. „Útflutningsráð hefur unnið að skipulagningu þess þáttar heimsóknarinnar og er Jón Ásbergsson framkvæmdastjóri Útflutningsráðs með í för. Í morgun hófst heimsóknin með málþingi sem haldið var á vegum indverska viðskiptaráðsins þar sem fjallað var um margvísleg verkefni á sviði tækni, orku og viðskipta sem íslenskir og indverskir aðilar vinna nú að," segir ennfremur og bætt við að við lok málþingsins hafi samningur á milli íslenska jarðhitafyrirtækisins Reykjavik Geothermal og indverska orkufyrirtækisins Thermax um jarðhitarannsóknir á Indlandi og samningur milli orkutæknifyrirtækisins Marorku og Unique Maritime Group á Indlandi, verið undirritaðir. Að því loknu heimsóttu forsetahjónin skóla fyrir fátæk börn þar sem áhersla er lögð á tölvuþekkingu og samfélagsfræði. „Síðan fóru þau í endurhæfingarstöð þar sem fyrirtækið Össur kynnti framleiðsluvörur sínar og hvernig þær geta gagnast fólki sem orðið hefur fyrir slysi, glímir við sjúkdóma eða fötlun." Heimsækja Bollywood Í kvöld heldur ríkisstjóri Maharastra fylkis hátíðarkvöldverð til heiðurs forseta Íslands þar sem fjöldi Íslendinga verður meðal gesta. Á morgun verður sérstök kynning á möguleikum indverskra kvikmyndafyrirtækja til að nýta Ísland sem vettvang fyrir töku á kvikmyndaatriðum eða heilum kvikmyndum. Á Indlandi eru framleiddar fleiri kvikmyndir en í nokkru öðru landi í veröldinni og hafa hin öflugu kvikmyndafyrirtæki í vaxandi mæli leitað til annarra landa þar sem völ er á einstæðri náttúru og hæfileikaríku samstarfsfólki. Fulltrúar íslenskra kvikmyndafyrirtækja munu taka þátt í þeirri kynningu. Samkvæmt tilkynningunni verða aðaldagar opinberu heimsóknarinnar í Delhi fimmtudaginn 14. og föstudaginn 15. janúar. „Sá hluti heimsóknarinnar hefst með hátíðarmóttöku við forsetahöllina þar sem forseti og forsetisráðherra Indlands taka á móti forseta Íslands. Síðan mun forseti leggja blómsveig frá íslensku þjóðinni að leiði Mahatma Gandhi. Að því loknu hefjast fundir með indverskum ráðamönnum og forystumönnum í viðskiptalífi." Tekur við Nehru verðlaununum Síðdegis þann dag verður sérstök hátíðarsamkoma þar sem forsetinn mun taka við Nehru verðlaununum að viðstöddum fjölda indverskra ráðamanna. „Um kvöldið býður forseti Indlands til hátíðarkvöldverðar til heiðurs forseta Íslands í forsetahöllinni í Delhi." Föstudaginn 15. janúar verða haldin í Delhi tvö málþing. Það fyrra fjallar um samvinnu Íslands og Indlands á sviði endurnýjanlegrar orku þar sem Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri og fleiri íslenskir sérfræðingar munu halda erindi ásamt dr. Pachauri Nóbelsverðlaunahafa og formanni Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC). Síðara málþingið mun fjalla um loftslagsbreytingar, bráðnun jökla og jarðvegsrannsóknir í Himalayafjöllum en þar munu íslenskir sérfræðingar, m.a. dr. Guðrún Gísladóttir prófessor við Háskóla Íslands, flytja erindi. Þá mun dr. Ólafur Þ. Harðarson prófessor halda fyrirlestur við Nehruháskólann í Delhi en Háskóli Íslands hefur lagt áherslu á aukna samvinnu við indverska háskóla. Síðasta degi heimsóknarinnar verður varið í Bangalore þar sem forseti mun heimsækja fyrirtæki í upplýsingatækni og lyfjarannsóknafyrirtækið Lotus sem Actavis rekur þar í borg ásamt því að eiga viðræður og sitja boð ríkisstjóra Karnataka fylkis.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira