Enski boltinn

Van Persie fylgir í fótspor Dennis Bergkamp og fer í tíuna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin van Persie.
Robin van Persie. Mynd/AFP
Robin van Persie hefur ákveðið að skipta um peysunúmer hjá Arsenal fyrir næsta tímabil. Robin van Persie verður í tíunni í vetur en hann hefur spilað í ellefuunni á sínum sex tímabilum sínum með Arsenal til þessa.

William Gallas spilaði í tíunni síðustu tímabil en hann er nú farinn frá félaginu og Van Persie var fljótur að stökkva á tíuna og feta þar með í fótspor landa síns Dennis Bergkamp sem gerði garðinn frægan í tíunni á sínum tíma.

Dennis Bergkamp skoraði 87 mörk í 315 deildarleikjum með Arsenal á árunum 1995 til 2006 en Van Persie hefur skorað 48 mörk í 131 deildarleik síðan að hann kom til Arsenal árið 2004.

Carlos Vela mun einnig breyta um númer og fer út tólfunni í peysu númer ellefu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×