Enski boltinn

Martin Jol vill kaupa Robbie Keane til Fulham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robbie Keane.
Robbie Keane. Mynd/Getty Images
Martin Jol, verðandi nýr stjóri Fulham, ætlar að reyna að kaupa Robbie Keane frá Tottenham þegar hann kemst í stjórastólinn hjá félaginu. Keane lék fyrir

Martin Jol hjá Tottenham á sínum tíma.

Martin Jol hefur ekki verið ráðinn en svo vissir eru ensku fjölmiðlamennirnir að af því verði að þeir eru þegar farnir að skrifa um hvaða leikmenn hann reynir að fá til liðsins.

Martin Jol fær líklega um 20 milljónir punda til þess að kaupa nýja leikmenn fyrir tímabilið fari svo að hann ákveði að taka við starfi Roy Hodgson. Hodgson er eins og kunnugt er tekinn við stjórastöðunni hjá Liverpool.

Robbie Keane var lánaður til Celtic á síðasta tímabili þar sem að hann skoraði 12 mörk í 16 deildarleikjum. Hann gerði fjögurra ára samning við Spurs þegar hann snéri aftur til liðsins frá Liverpool í febrúar 2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×