Enski boltinn

20 milljón punda boði Chelsea í ungstirnið Neymar hafnað

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Brasilíska félagið Santos hefur neitað tilboði Chelsea í ungstirnið Neymar. Talið er að það hafi verið upp á um 20 milljónir punda.

Neymar er lýst sem efnilegasta leikmanni heims og er talinn hafa 28,8 milljón punda kaupsklásúlu í samningi sínum. Brasilískir fjölmiðlar segja að félagið ætli ekki að selja stjörnuna sína fyrir minna en uppsett verð.

Neymar var ekki valinn í lokahóp Brasilíu á HM, heimamönnum mörgum hverjum til mikilla vonbrigða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×