Enski boltinn

Carragher um komu Joe Cole: Liverpool gefur réttu skilaboðin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jamie Carragher og Joe Cole þegar þeir voru andstæðingar.
Jamie Carragher og Joe Cole þegar þeir voru andstæðingar. Mynd/Getty Images
Jamie Carragher er mjög ánægður með að Joe Cole, félagi hans úr enska landsliðinu, sé kominn til Liverpool. Carragher segir að með því hafi forráðamenn félagsins gefið réttu skilaboðin um að þeim sé alvara með að koma Liverpool aftur í hóp bestu liðanna í ensku úrvalsdeildinni.

„Þetta eru frábærar fréttir og sýnir að Liverpool ætlar sér stóra hluti. Við erum búnir að fá til okkar topp landsliðsmann sem hefur verið mjög mikilvægur fyrir Chelsea," sagði þessi 32 ára varnarmaður.

„Það voru fullt af liðum á eftir honum en það er mikið hól fyrir okkur að hann ákvað að koma til Liverpool. Það verður að hrósa nýja stjóranum og stjórninni fyrir að fá hann til að koma hingað," sagði Carragher.

„Allir stuðningsmennirnir sem ég hef talað við eru himinlifandi með þetta og sama má segja um leikmennina. Þetta hefur gefið öllum kraft og það á hárréttum tíma," sagði Jamie Carragher.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×