Erlent

Mexíkósk yfirvöld leita að tólf ára leigumorðingja

Lögreglan í Mexíkó er grjóthörð. Þeir leita nú ásamt hernum að tólf ára leigumorðingja.
Lögreglan í Mexíkó er grjóthörð. Þeir leita nú ásamt hernum að tólf ára leigumorðingja.

Fíkniefnastríðið í Mexíkó tekur á sig sífellt ógeðfelldari myndir en fréttastofan Sky sagði frá því í dag að mexíkóski herinn reynir nú að hafa uppi á tólf ára gömlum leigumorðingja.

Drengurinn er að auki sagður pynta fórnarlömbin sín. Drengurinn er kallaður El Ponchis sem mætti útleggja á íslensku sem hinn huldi.

Fregnir herma að drengurinn fái greidda þrjú þúsund dollara fyrir hvert morð. Þá er því lýst hvernig hann sker oftast fórnarlömb sín á háls eftir að hann er búinn að pynta þau.

Talið er að drengurinn starfi fyrir lítt þekkta fíkniefnamafíu í Mexíkó sem kallar sig Los Zetas sem er í suðvestur Mexíkó.

Þá er einnig talið að systir drengsins starfi með honum auk annarra stúlkna. Þeirra verk er að losa sig við líkin.

Mexíkósk yfirvöld telja að leigumorðinginn ungi sé afrakstur barnahermennsku sem mexískóskir fíkniefnahringir eru farnir að stunda í mun meira mæli samkvæmt þarlendum yfirvöldum.

Ríkissaksóknari í Morellos-héraðinu, sem leitar að drengnum, sagði í útvarpsviðtali að fíkniefnabarónarnir herji á börnin þar sem það sé auðvelt að sannfæra þau um að fremja hryllilega glæpi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×