Á skrifstofu Framsóknarflokksins liggur frammi minningarbók þar sem þeir sem vilja heiðra minningu Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, geta ritað nafn sitt í. Fram kemur í tilkynningu frá Framsóknarflokknum að hægt verður að koma við á skrifstofu flokksins, í dag, á morgun föstudag og næstkomandi mánudag frá klukkan eitt til fimm.
Steingrímur lést á heimili sínu í Garðabæ síðastliðinn mánudag. Hann var 82 ára.