Hin sígilda gamanmynd Some Like It Hot frá 1959 verður sýnd í Sundhöll Reykjavíkur á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, 24. september.
Efnt verður til hitabeltisveislu á meðan á sýningu myndarinnar stendur. Sandi og pálmatrjám verður komið fyrir í Sundhöllinni og föngulegar dansmeyjar verða á staðnum. Marilyn Monroe, Tony Curtis og Jack Lemmon eru í aðalhlutverkum í Some Like It Hot sem Billy Wilder leikstýrði.
Lífið á Facebook.