Fótbolti

Áfall fyrir Dani: Thomas Sörensen ekki með í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thomas Sörensen.
Thomas Sörensen. Mynd/AFP
Thomas Sörensen, markvörður Stoke og danska landsliðsins, mun ekki verja mark Dana á móti Íslendingum í kvöld. Sörensen hefur verið að glíma við meiðsli á olnboga og nú er ljóst að hann er ekki nógu góður til þess að spila leikinn í kvöld.

Það má því búast við því að Anders Lindegaard, markvörður Aalesund í Noregi standi í markinu gegn Íslendingum á Parken en Íslenskir landsliðsmenn hafa ekki náð að skora á vellinum í 43 ár.

Sörensen tók þátt í æfingu danska landsliðsins í gær og allt virtist vera í góðu eftir hana. Þegar leið á daginn fór olnboginn hinsvegar að bólgna upp og þá tók hann þá ákvörðun að fljúga til Stoke til að gangast undir frekari rannsóknir.

„Ég er ótrúlega svekktur. Ég hefði viljað fá að byrja þessa undankeppni en ég óska liðsfélögunum og þjálfaraliðinu alls hins besta í kvöld," sagði Thomas Sörensen við Politiken.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×