Innlent

Stórþjófur rændi verslanir

Gamla bókasafnið Maðurinn braust meðal annars í þrígang inn í Gamla bókasafnið.
Gamla bókasafnið Maðurinn braust meðal annars í þrígang inn í Gamla bókasafnið.

Ríflega tvítugur maður hefur verið ákærður fyrir rán, fjölmörg innbrot, þjófnaði og fleiri brot.

Ríkissaksóknari ákærir manninn meðal annars fyrir tvö rán. Í september síðastliðnum öskraði hann á starfsmann verslunar á Laugavegi og neyddi hann til að opna peningakassa. Þar stal maðurinn rúmum 109 þúsund krónum. Síðara ránið framdi hann í verslun í Engihjalla. Þar ógnaði hann starfsmanni með hnífi og stal 56 þúsundum úr peningakassanum.

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákærir manninn fyrir fimmtán brot. Hann reif seðlaskipti­kassa af vegg Landspítalans í Fossvogi og henti honum út um glugga. Þrisvar braust hann inn í Gamla bókasafnið, forvarnar- og fræðslusetur Hafnarfjarðar og stal þar meðal annars tölvum og flatskjá. Í afgreiðslu Hótels Hafnarfjarðar lét hann greipar sópa og stal fartölvu og farsíma, ásamt fleiru. Þá er maðurinn ákærður fyrir tvö innbrot, í íbúð og bílskúr þar sem hann stal rándýrum tölvu- og tækjabúnaði.

Að auki stal hann fjórum bílum og er jafnframt ákærður fyrir fíkniefnaakstur og fleiri brot.

Loks stal hann áttatíu sígarettupökkum úr afgreiðslu bensínstöðvar.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×