Íslenski boltinn

Auðun: Þeir lifðu þetta af

Elvar Geir Magnússon skrifar

Auðun Helgason var ánægður með spilamennsku Grindavíkur gegn KR þó engin stig hafi komið í hús.

„Ég er hundsvekktur með að tapa þessum leik. Við spiluðum rosalega vel fyrir utan fyrsta korterið. Mér fannst við betri á öllum stöðum en við náðum ekki að nýta okkur það."

„Þeir lifðu þetta af í dag. Við eigum á brattann að sækja en þetta var langbesta frammistaða Grindvíkinga í sumar. Ef við spilum svona áfram þá þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur. Við verðum bara að nýta færin," sagði Auðun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×