Umfjöllun: FH líður betur í Njarðvík en Keflavík Elvar Geir Magnússon skrifar 24. júní 2010 21:32 Atli Guðnason skoraði fyrir FH í kvöld. Mynd/Daníel Íslandsmeistarar FH unnu 3-2 útisigur á Keflavík í hörkuskemmtilegum bikarslag á Njarðtaksvellinum í kvöld. Þeir verða því í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitin á morgun. FH-ingum hefur gengið erfiðlega í Keflavík undanfarin ár en þeim líður greinilega betur í Njarðvík. Keflvíkingar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og varnarmenn liðsins voru ekki í teljandi vandræðum með sóknaraðgerðir FH lengst af. Guðmundur Steinarsson átti fyrstu alvöru marktilraun heimamanna en skaut yfir þegar hann hefði frekar átt að gefa á Paul McShane sem var laus í teignum. Undir lok hálfleiksins færðist meira bit í sóknir FH-inga en fyrsta alvöru færi þeirra kom á 38. mínútu þegar Atli Viðar Björnsson átti stórhættulegt skot sem Keflavík bjargaði í horn. Skömmu síðar skall hurð ansi nærri hælum hinumegin þegar boltinn dansaði rétt fyrir framan marklínuna á marki FH en endaði loks í höndum Gunnleifs Gunnleifssonar. Heimamenn vildu reyndar fá vítaspyrnu þar sem þeir töldu að útileikmaður FH hefði varið knöttinn með hendi en þeim varð ekki að ósk sinni. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks komust FH-ingar síðan yfir þegar Ólafur Páll Snorrason skoraði úr teignum eftir sendingu frá Atla Viðari. Það var jafnræði með liðunum í seinni hálfleik fram að því að FH-ingar bættu við öðru marki sínu. Eftir glæsilega sóknarlotu Fimleikafélagsins braut Guðjón Árni Antoníusson á Atla Guðnasyni í teignum og Kristinn Jakobsson átti ekki annarra kosta völ en benda á punktinn. Tommy Nielsen tók spyrnuna og skoraði af feykilegu öryggi. Fjórum mínútum síðar hleypti Paul McShane spennu í leikinn á ný þegar hann skoraði fallegt mark með föstu skoti og staðan orðin 1-2. Atli Guðnason bætti við þriðja marki Fimleikafélagsins með skalla. Sex mínútum fyrir leikslok skoraði fyrirliðinn Haraldur Freyr Guðmundsson fyrir Keflavík og minnkaði muninn í 2-3 sem urðu lokatölur. Undir lokin átti Keflavík nokkrar hættulegar sóknir og spennan var mikil en Hafnfirðingar fögnuðu í leikslok. FH-liðið er komið á gott skrið og er kominn ákveðinn meistarabragur á það. Það refsar fyrir mistök og þó liðið sé ekki alltaf að spila neinn glæsibolta er það alltaf líklegt til að skora. Þannig var liðið í kvöld. Keflavík - FH 2-3 0-1 Ólafur Páll Snorrason (45.) 0-2 Tommy Nielsen (71.) 1-2 Paul McShane (75.) 1-3 Atli Guðnason (80.) 2-3 Haraldur Freyr Guðmundsson (84.) Keflavík Ómar Jóhannsson Guðjón Árni Antoníusson Haraldur Freyr Guðmundsson Bjarni Hólm Aðalsteinsson Alen Sutej Magnús Þórir Matthíasson Hólmar Örn Rúnarsson Paul McShane Andri Steinn Birgisson (29. Einar Orri Einarsson) Magnús Sverrir Þorsteinsson (74. Ómar Karl Sigurðsson) Guðmundur Steinarsson FH Gunnleifur Gunnleifsson Guðmundur Sævarsson Pétur Viðarsson Tommy Nielsen Hjörtur Logi Valgarðsson Björn Daníel Sverrisson Hákon Atli Hallfreðsson (29. Jacob Neestrup) Matthías Vilhjálmsson Atli Guðnason Ólafur Páll Snorrason (74. Torger Motland) Atli Viðar Björnsson Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Younghoe sparkað burt Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Íslandsmeistarar FH unnu 3-2 útisigur á Keflavík í hörkuskemmtilegum bikarslag á Njarðtaksvellinum í kvöld. Þeir verða því í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitin á morgun. FH-ingum hefur gengið erfiðlega í Keflavík undanfarin ár en þeim líður greinilega betur í Njarðvík. Keflvíkingar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og varnarmenn liðsins voru ekki í teljandi vandræðum með sóknaraðgerðir FH lengst af. Guðmundur Steinarsson átti fyrstu alvöru marktilraun heimamanna en skaut yfir þegar hann hefði frekar átt að gefa á Paul McShane sem var laus í teignum. Undir lok hálfleiksins færðist meira bit í sóknir FH-inga en fyrsta alvöru færi þeirra kom á 38. mínútu þegar Atli Viðar Björnsson átti stórhættulegt skot sem Keflavík bjargaði í horn. Skömmu síðar skall hurð ansi nærri hælum hinumegin þegar boltinn dansaði rétt fyrir framan marklínuna á marki FH en endaði loks í höndum Gunnleifs Gunnleifssonar. Heimamenn vildu reyndar fá vítaspyrnu þar sem þeir töldu að útileikmaður FH hefði varið knöttinn með hendi en þeim varð ekki að ósk sinni. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks komust FH-ingar síðan yfir þegar Ólafur Páll Snorrason skoraði úr teignum eftir sendingu frá Atla Viðari. Það var jafnræði með liðunum í seinni hálfleik fram að því að FH-ingar bættu við öðru marki sínu. Eftir glæsilega sóknarlotu Fimleikafélagsins braut Guðjón Árni Antoníusson á Atla Guðnasyni í teignum og Kristinn Jakobsson átti ekki annarra kosta völ en benda á punktinn. Tommy Nielsen tók spyrnuna og skoraði af feykilegu öryggi. Fjórum mínútum síðar hleypti Paul McShane spennu í leikinn á ný þegar hann skoraði fallegt mark með föstu skoti og staðan orðin 1-2. Atli Guðnason bætti við þriðja marki Fimleikafélagsins með skalla. Sex mínútum fyrir leikslok skoraði fyrirliðinn Haraldur Freyr Guðmundsson fyrir Keflavík og minnkaði muninn í 2-3 sem urðu lokatölur. Undir lokin átti Keflavík nokkrar hættulegar sóknir og spennan var mikil en Hafnfirðingar fögnuðu í leikslok. FH-liðið er komið á gott skrið og er kominn ákveðinn meistarabragur á það. Það refsar fyrir mistök og þó liðið sé ekki alltaf að spila neinn glæsibolta er það alltaf líklegt til að skora. Þannig var liðið í kvöld. Keflavík - FH 2-3 0-1 Ólafur Páll Snorrason (45.) 0-2 Tommy Nielsen (71.) 1-2 Paul McShane (75.) 1-3 Atli Guðnason (80.) 2-3 Haraldur Freyr Guðmundsson (84.) Keflavík Ómar Jóhannsson Guðjón Árni Antoníusson Haraldur Freyr Guðmundsson Bjarni Hólm Aðalsteinsson Alen Sutej Magnús Þórir Matthíasson Hólmar Örn Rúnarsson Paul McShane Andri Steinn Birgisson (29. Einar Orri Einarsson) Magnús Sverrir Þorsteinsson (74. Ómar Karl Sigurðsson) Guðmundur Steinarsson FH Gunnleifur Gunnleifsson Guðmundur Sævarsson Pétur Viðarsson Tommy Nielsen Hjörtur Logi Valgarðsson Björn Daníel Sverrisson Hákon Atli Hallfreðsson (29. Jacob Neestrup) Matthías Vilhjálmsson Atli Guðnason Ólafur Páll Snorrason (74. Torger Motland) Atli Viðar Björnsson
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Younghoe sparkað burt Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann